Eimreiðin - 01.01.1961, Síða 54
42
EIMREIÐIN
í mál Margrétar, er brenncl var.1) Jafnframt þessu hefur vafalaust vakað
fyrir konungi að lækka rostann í hinu gamalgróna liöfðingjavaldi, sent
rnjög hafði vaðið uppi undanfarið, og treysta þannig völd og aðstöðu
konungsdæmisins. Vel er hugsanlegt, að öðrum þræði hafi vakað fyrir
konungi, að svæla undir sig eignir og auðæfi jarlsins, sem voru geysi-
mikil. Herra Auðunn féll í rauninni sem „síðasti Oddaverjinn" þar í
landi í andstöðunni við hið vaxandi konungsvald. Með íalli lians bar
Hákon konungur sigurorð af hinni gömlu höfðingjastétt í landinu og
átti eftir það alls kostar við andstæðinga sína og konungsvaldsins.
VI.
Þátt ástæður þær, sem að framan eru greindar, nægi e. t. v. til þess
að ekki verði beinlínis talið að um réttarmorð hafi verið að ræða, er
íslandsjarl var af lífi tekinn, mun samt ótalin sú ástæðan, sem veiga-
mest er, og raunverulega hefur legið að baki þessum atburði, sem sé
persónuleg óvild eða hefndarhugur Hákonar konungs í garð jarlsins.
Það er engum vafa undirorpið, og kemur óbeint fram í eldri heimild-
um, og mjög ákveðið í þjóðsögunr og kvæðum frá þessum tímum, að
konungur bar þungan hug til jarls, og er greinilega látið liggja að því,
að átt hafi rót sína að rekja til einlrverskonar óheppilegra afskipta hans
af konu(m), sem konungi voru með nokkrum hætti við komandi eða
við bendlaðar. Hafi „sakir“ jarlsins Jrannig verið nánast persónulegs
eðlis gagnvart konungi eða konungsætt, gæti það verið skýringin á
þeirri leynd, sem liöfð var á málarekstrinum, og þá um leið á því,
hversvegna svo mikils helur þótt við þurfa að gera dauðdaga þann sem
allra svívirðilegastan, sem hinum sakfellda manni var valinn.
Þegar nú skyggnst er eftir einhverjum slíkum „sakargiptum“ kon-
ungs á liendur jarli, þá virðast að því er vitað er einungis tvö tilvik
koma til greina, þótt beinar sögulegar heimildir séu fáar fyrir hendi.
I gamali frásögn frá 16262) segir frá höfðingjasetri einu í Noregi, þar
sem „mikill kappi í fornöld, Auðunn hestakorn, — kanslari norska rík-
isins, átti höll sína.“ „Þessi Auðunn hestakorn,“ segir ennfremur „var
tekinn af lífi á Norðnesi við Björgyn, vegna þess að hann tók með valdi
konu Noregskonungs, jjegar hann átti að flytja hana frá Englandi heim
til Noregs." Sé liér rétt frá skýrt, var sízt að furða, þótt konungur hugs-
aði jarli jregjandi jrörfina, þegar færi gæfist.
Nú vill svo til, að full vissa er fyrir Jrví, eins og fyrr var sagt, að
_____________ i
1) Þessu hefur trúað allur almenningur í Noregi, og kemur auk þess óbeint
fram í frásögn Lárentsíusarsögu. Sagnfræðingurinn P. A. Munch mun og hafa
verið á þessari skoðun.
2) Tilfærð í ritg. G. Storm.