Eimreiðin - 01.01.1961, Side 58
46
EIMREIÐIN
VIII.
Þótt langt sé um liðið liafa menn allt fram á þennan dag velt vöng-
um yfir því, livort saga Margrétar á Norðnesi1) hafi raunverulega verið
sönn eða ekki, og hvort liún hafi verið saklaus eða sek af lífi tekin.
Norskir fræðimenn, t. d. Gustav Storm, hafa mjög veigrað sér við að
viðurkenna, að um réttarmorð hafi verið að ræða, sem ekki er nema
vonlegt, þar sem það væri þá áreiðanlega eitt ijótasta tilvik þeirrar teg-
undar í sögu allra Norðurlanda, og þótt víðar væri ieitað.
I þessu sambandi hafa (fræði)menn fyrst og fremst byggt á dómi
hirðréttarins í máli stúlkunnar. Fyrir mitt leyti get ég ekki séð, að til
mála komi að byggja neitt á þessum „dómi“. Ekkert er vísara, en að
(konungur og) konungsgæðingar við hirðina hafi óttast valdaaðstöðu
sína þar, og því beinlínis haft áhrif á „rannsókn“ málsins og ráðið úr-
slitum þess. Það verður því mjög að gjalda varhuga við öllu því, sem
þeir hafa látið frá sér fara um mál stúlkunnar. Svo sem t. d. það, sem
G. Storm virðist aðallega byggja á, að stúlkan hafi verið um eða yfir
fertugt (í stað 18 ára), og „gráhærð og hvít í höfðinu”. Hér filýtur ber-
sýnilega að vera um skrök að ræða; engum dettur í hug, að kona á
fimmtugsaldri, gráhærð og hvít, hefði farið að taka sig upp frá Þýzka-
landi til Noregs, og ætlast til að því yrði trúað, að hún væri 18 ára
konungsdóttir. Enda heíði enginn fengizt til að ljá slíkri manneskju
atbeina og fylgi, eða trúað sögu hennar, sem staðreynd er, að almenn-
ingur gerði. Hér fer því áreiðanlega meira en lítið milli mála. Á hinn
bóginn get ég ekki betur séð, en Gustav Storm sjáist yfir annað veiga-
mikið atriði, sem mjög hlýtur að draga úr sönnunargildi „dómsins“
yfir stúlkunni. í ritgerð lians kemur fram, hverjir hafi setið dóminn,
sem fjallaði um mál liennar. Meðal dómenda virðist einmitt hafa ver-
ið maður frú Ingibjargar Erlingsdóttur,2) þeirrar, sem bera átti ábyrgð
á konungsdótturinni yfir hafið, og sem nú fyrir dóminum var beint sök-
uð um svívirðilega sviksemi og glæp.3) Sé þetta rétt virðist ekki þurfa
frekar vitnanna við um hverskonar „réttaröryggi"4) liin sakfellda stúlka
hefur átt við að búa. Og virðist þá lieldur ekki mikið leggjandi upp úr
1) Oft nefnd svo.
2) Þórir Hákonarson.
3) G. Storrn segir m. a. s., að Þórir þessi hafi verið í skipadeildinni, sem flutti
konungsdótturina. Gæti hann því sjálfur hafa verið meðsekur í glæpnum.
4) Andreas Munch segir að beinlínis hafi verið stolið sönnunargögnum af
stúlkunni í fangelsinu, ekki liafi hún heldur fengið að leiða mikilvægt vitni frá
íslandi o. s. frv. Annars er erfitt fyrir þann, sem þetta ritar, að greina alltaf á
milli þess, sem eru gamlar sagnir eða síðari tíma tilgátur, t. d. Andreasar Munch,
sem þó mun líklega hafa kannað mál St. Margrétar ítarlegar en nokkur annar.