Eimreiðin - 01.01.1961, Side 62
50
EIMREIÐIN
IX.
Ég heí' nú rakið sögu St. Margrétar og þau rök hin helztu, sem hníga
að því, að hún hafi raunverulega verið dóttir Eiríks konungs, og hún
og þeir, sent að henni stóðu, liafi þannig verið í góðri trú.1) Hinsvegar
þarf ekki að vera þar með sagt, að þeir liafi gert það af réttlætiskennd,
heldur liafi valdastreitusjónarmið þar rnestu urn ráðið. Menn vita að
vísu ekki, hverjir liafi staðið að heimferð Margrétar, en vafalaust virð-
ist, að það hafi hlotið að vera einhverjir kirkjunnar menn eða þá liöfð-
ingjar, sem nú óttuðust breytt valdahlutföll vegna konungaskiptanna
og höfðu reyndar sumir strax fengið nokkurn smjörþef af. Vafalaust
hefur Auðunn liestakorn verið í þeirra tölu, ef ekki fyrirliðinn, þó að
beinar heimildir liggi ekki fyrir.2) Þótt hann hafi með nokkrum hætti
verið undir eftirliti og gæzlu á þessum tíma, þarf það engan veginn að
útiloka hlutdeild hans í ráðagerðum þessum. Eftirtektarvert er, að liinn
eiginlegi málarekstur gegn Auðunn hestakorn byrjar sem sagt strax á
eítir eða í framhaldi af málssókn og aftöku Margrétar enda segir Lár-
entsíusarsaga frá þessum atburðum í samhengi og m. a. s. í sömu máls-
grein, sem sýnist taka af tvímæli um, að höfundurinn a. m. k. hefur
talið beint orsakasamband vera rnilli þessara atburða. Þessi mun og
hafa verið skoðun þeirra frændanna, sagnfræðingsins P. A. Munch og
skáldsins Andreas Munch. Hins vegar má telja víst og áreiðanlegt, að
Auðunn liefur ekki fylgt Margréti að málurn hennar allt þar til yfir
lauk, hann virðist þvert á móti liafa brugðizt henni þegar á hólminn
var komið, og þarf ekki um það í grafgötur að leita, að hann liefur
með því viljað reyna að bjarga sínu eigin skinni, er í óefni var komið.
Að þessu hafi í raun og sannleika verið þannig varið má ráða af því,
hve eindregið sagnir og þjóðkvæði frá þeirn tíma leggjast á þá sveif,
að Auðunn liestakorn liafi einmitt gengið fram í því að fá stúlkunni
tortímt. Ef liann hefði staðið með stúlkunni þar til yfir lauk, hefði al-
þýða manna áreiðanlega gert hann að píslarvætti við hlið hennar, í stað
þess að hann er beinlínis talinn eiga sök á afdrifum hennar og ógæfu,
enda valin hin verstu eftirmæli.
Urn málareksturinn gegn Auðun hestakorn vitum við í rauninni ekk-
ert, nema að hann var dærndur af (12 manna) hirðrétti í Björgyn og
þvínæst af lífi tekinn árið 1302, á hinum gamla afstökustað Norðnesi.
Um sakargiftirnar vitum við, eins og áður er sagt, heldur ekki til neinn-
1) í Salmonsens Leksikon segir, að Margrét liafi orðið „sönnuð að svikum",
en þetta er ekki annað en upptugga eftir hinum norsku fræðimönnum, sem
aldrei hafa viljað viðurkenna hin hroðalegu atvik, sem liér hafa verið gerð
að umtalsefni.
2) G. Storm virðist þó ekki vera á þeirri skoðun.