Eimreiðin - 01.01.1961, Side 70
58
EIMREIÐIN
„Já, drengur minn,“ svaraði hún
sefandi. „Þú færð að drekka úr
undirskál mömrnu."
En nú var mælirinn fullur. Ann-
arhvor okkar pabba varð að víkja.
Ég kærði mig ekkert um að drekka
úr undirskál móður minnar. Ég
óskaði að vera tekinn sem jafningi
hér á mínu eigin lieimili. Og til
þess að ergja hana slokaði ég úr
bollanum og skildi ekki dropa eft-
ir handa henni. Einnig þessu tók
hún með mestu spekt. En um
kvöldið, þegar hún háttaði mig,
sagði hún blíðlega:
„Larry, þú verður að lofa mér
einu.“
„Hverju þá?“ spurði ég.
„Þú mátt ekki koma inn til okk-
ar á morgnana og trufla aumingja
pabba, viltu lofa mér því?“
Þarna var hún aftur komin með
„aumingja pabba“. Ég fór að verða
tortrygginn gagnvart öllu, sem
snerti þessa óviðfelldnu persónu.
„Hvers vegna á ég að lofa því?“
„Af því að aumingja pabbi er
þreyttur og honurn leiðist það, og
svo sefur hann ekki vel.“
„Hvers vegna gerir hann það
ekki?“
„Sjáðu nú til, þú veizt, að með-
an hann var í stríðinu, þá fékk
mamma Jsín peninga frá pósthús-
inu.“
„Já, frá fröken MacCarthy."
„Einmitt. En sjáðu til. Nú hefur
fröken MacCarthy ekki meiri pen-
inga, og þess vegna verður pabbi
að fara og reyna að ná í peninga
handa okkur. Og veiztu hvernig
færi, ef hann gæti það ekki?“
„Nei, hvernig færi þá?“ sagði ég.
„Ja, þá gæti farið svo, að við yrð-
um að ganga um og betla eins og
garnla konan, sem alltaf kemur
hérna á föstudögum.“
Mamma raðaði gullunum mín-
um allt í kringunr rúmið, svo að
það var sama, hvar ég reyndi að
komast fram úr því. Ég hlaut að
hrasa um eitthvert þeirra.
Þegar ég vaknaði næsta morgun,
mundi ég vel, hverju ég hafði lof-
að. Ég fór fram úr, settist á gólfið
og lék mér að gullunum. Brátt
fannst mér ég hafa setið þarna í
margar klukkustundir. Þá reis ég
á fætur og horfði lengi út um
gluggann. Ég óskaði þess, að pabbi
færi að klæða sig, og ég óskaði þess
líka, að einhver gæfi mér tebolla.
Mér fannst ég ekkert líkur sólinni
þessa stundina, þvert á móti. Mér
sárleiddist og var skelfilega kalt.
Ég þráði að kúra mig niður í hlýju,
notalegu fjarðradýnuna í rúminu
hennar mönnnu. Loks stóðst ég
ekki lengur mátið. Ég gekk inn í
herbergi mömmu, en þar senr ég
komst ekki fyrir framan við liana,
þá klifraði ég yfir hana í rúminu.
Hún hrökk upp með andfælum.
„Larry,“ hvíslaði hún og þreií
harkalega í handlegginn á mér.
„Manstu ekki, hverju þú lofaðir?"
„Jú, víst man ég það, mamma,“
kveinaði ég sakbitinn. „Ég hef ekki
hreyft mig, ég veit ekki hvað lengi-“
„Ó, litla skinnið mitt, þú ert
hálfkróknaður úr kulda,“ sagði
hún, eins og henni þætti fyrir
þessu, og hún þreifaði á mér öllum-
„Heyrðu, ef ég lofa þér að Iiggja
hérna, viltu þá lofa því að þegja
eins og steinn?“