Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1961, Page 70
58 EIMREIÐIN „Já, drengur minn,“ svaraði hún sefandi. „Þú færð að drekka úr undirskál mömrnu." En nú var mælirinn fullur. Ann- arhvor okkar pabba varð að víkja. Ég kærði mig ekkert um að drekka úr undirskál móður minnar. Ég óskaði að vera tekinn sem jafningi hér á mínu eigin lieimili. Og til þess að ergja hana slokaði ég úr bollanum og skildi ekki dropa eft- ir handa henni. Einnig þessu tók hún með mestu spekt. En um kvöldið, þegar hún háttaði mig, sagði hún blíðlega: „Larry, þú verður að lofa mér einu.“ „Hverju þá?“ spurði ég. „Þú mátt ekki koma inn til okk- ar á morgnana og trufla aumingja pabba, viltu lofa mér því?“ Þarna var hún aftur komin með „aumingja pabba“. Ég fór að verða tortrygginn gagnvart öllu, sem snerti þessa óviðfelldnu persónu. „Hvers vegna á ég að lofa því?“ „Af því að aumingja pabbi er þreyttur og honurn leiðist það, og svo sefur hann ekki vel.“ „Hvers vegna gerir hann það ekki?“ „Sjáðu nú til, þú veizt, að með- an hann var í stríðinu, þá fékk mamma Jsín peninga frá pósthús- inu.“ „Já, frá fröken MacCarthy." „Einmitt. En sjáðu til. Nú hefur fröken MacCarthy ekki meiri pen- inga, og þess vegna verður pabbi að fara og reyna að ná í peninga handa okkur. Og veiztu hvernig færi, ef hann gæti það ekki?“ „Nei, hvernig færi þá?“ sagði ég. „Ja, þá gæti farið svo, að við yrð- um að ganga um og betla eins og garnla konan, sem alltaf kemur hérna á föstudögum.“ Mamma raðaði gullunum mín- um allt í kringunr rúmið, svo að það var sama, hvar ég reyndi að komast fram úr því. Ég hlaut að hrasa um eitthvert þeirra. Þegar ég vaknaði næsta morgun, mundi ég vel, hverju ég hafði lof- að. Ég fór fram úr, settist á gólfið og lék mér að gullunum. Brátt fannst mér ég hafa setið þarna í margar klukkustundir. Þá reis ég á fætur og horfði lengi út um gluggann. Ég óskaði þess, að pabbi færi að klæða sig, og ég óskaði þess líka, að einhver gæfi mér tebolla. Mér fannst ég ekkert líkur sólinni þessa stundina, þvert á móti. Mér sárleiddist og var skelfilega kalt. Ég þráði að kúra mig niður í hlýju, notalegu fjarðradýnuna í rúminu hennar mönnnu. Loks stóðst ég ekki lengur mátið. Ég gekk inn í herbergi mömmu, en þar senr ég komst ekki fyrir framan við liana, þá klifraði ég yfir hana í rúminu. Hún hrökk upp með andfælum. „Larry,“ hvíslaði hún og þreií harkalega í handlegginn á mér. „Manstu ekki, hverju þú lofaðir?" „Jú, víst man ég það, mamma,“ kveinaði ég sakbitinn. „Ég hef ekki hreyft mig, ég veit ekki hvað lengi-“ „Ó, litla skinnið mitt, þú ert hálfkróknaður úr kulda,“ sagði hún, eins og henni þætti fyrir þessu, og hún þreifaði á mér öllum- „Heyrðu, ef ég lofa þér að Iiggja hérna, viltu þá lofa því að þegja eins og steinn?“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.