Eimreiðin - 01.01.1961, Side 82
70
EIMREIÐIN
minning um harla fjarlægan og sjálfsagt mjög óraunsæjan hugar-
heirn, þar senr fegurðin ein var hvorttveggja í senn takmarkið og
vegurinn að takmarkinu“, segir Tómas síðar um þessi ljóð sín. Og
það sem við fundum, ungir vinir, er á hlýddum, var einmitt þetta,
að þarna var fegurðin ein. Hitt var okkur ofætlun að skynja þá,
að Jrarna var að skapast hið undurhreina, einfalda tungutak snill-
ingsins, slíkt sem þeir höfðu átt Jónas Hallgrímsson, Einar í Hey-
dölum og Þorsteinn Erlingsson:
Um vorkvöldin síðla ég sigli einn
um sundin blá.
Til hvíldar er heimurinn genginn
og hljómarnir þysmiklu fallnir í dá.
Um sofanda varir fer viðkvæmt bros
meðan vornóttin gengur hjá.
Dagarnir koma sem blíðlynd börn
með blóm við hjarta.
Ljúfir og fagnandi lyfta þeir höndum
mót ljósinu bjarta.
Þá lægist hver stormur, stundin deyr
og stjörnurnra skína.
Og jörðin sefur og hefur ei hugboð
um hamingju sína.
Og svona lauk þessu ljóði, — æskuljóði Tómasar:
Það leið frá hlæjandi lijörtum —
Um hug okkar vornóttin streymdi
með húm sitt og ilm, og enginn veit
nerna æskan, hvað sál okkar geymdi.
Svo djúp var gleðin og himinheið
og hugurinn frjáls, eins og blærinn sem leið
um voginn, er vakandi dreymdi.