Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Side 84

Eimreiðin - 01.01.1961, Side 84
72 EIMREIÐIN Og satt að segja lái ég þeim það ekki. En hver veit nema ljósir lokkar, lítill kjóll og stuttir sokkar hittist aftur hinum meginn! Þá von hefur Tómas að minnsta kosti gefið okkur, sem eitt sinn brostum æskunnar hlýju, feimnu brosum á Laufásveginum. Svo kom ljóðabókin Fagra veröld 1933. Samkvæmisherra liins fágaða tómlætis, um borgaralega atorku, kvað sér á svipstundu bjargfastan sess í vitund síns fólks, sem skáld hinnar hreinu fegurð- ar, hins ljúffagra tungutaks, hinnar tæru síungu gleði, hins hljóða dulúðga trega, glettni, alvöru, djúprar íhygli, nærfærins um- burðarlyndis. Og — hins snögga aðvarandi liáðs, sem getur snert eldsárt eins og svipuól tamningarmannsins. En þegar sá leit við sem snortinn liafði verið var hvinurinn af ólinni dáinn, og þarna var Tómas og brosti og sársaukinn einn eftir. Næsta ljóðabók Tómasar Stjörnur vorsins kemur út 1940. Yrkis- efnin eru lík og í Fagra veröld, vinnubrögðin í meginatriðum mjög hin sömu. Það er augljóst þá, að Tómas ætlar sér ekki að hvika um hársbreidd frá lögum fornrar, íslenzkrar ljóðhefðar, en leikur sér með hugbrigði sín, tilfinningar, sýnir og boðskap af svo snurðu- lausri fimi að það er hrein unun að lesa þessi ljóð. Það er léttur, fagur og nýstárlegur svipur á ])essum ljóðum, — en hvorki jrá né síðar hefur Tómas unnið það til nýstárleikans að skrifa eina ein- ustu afkáralega línu. Fegurð þessara ljóða byggist á kliðmýkt, mynd- fegurð, tiginbornum einfaldleik í byggingu, og ljósri hugsun þar sem því óvænta bregður fyrir eins og snöggum leiftrum. En þessi kvæði eiga öll upptök sín í eigin veröld Tómasar, og ljós hennar er mýkra en hin harða glaðbirta veruleikans í þysmikilli veröld, sem er að fara sér að voða af ofstækisfullum dugnaði. Þau eru músík og myndsmíð og angan, full af blómum og víni, brosum og unaðslegum konum, kyrrlátri gleði og tregafullri þrá. Og húmor — þessunr fágæta en göfuga eiginleika, sem ber lyfstein gaman- seminnar á sjálf holundarsár mannlegs hjarta og læknar og græðir. — kætir og gerir betra veður í heiminum. Þannig stendur Tómas mér fyrir hugskotssjónum á fertugu fyrir tuttugu árum, fyrst og fremst vinur og í annan stað viðurkenndur meistari sinnar íþróttar — virtuos, kannske fullmikill virtuos — en mikið öfundaður af þeim, sem ekki gátu glaðst með honum en lang- aði til að standa, þó ekki væri nema augnablik í sviðsljósi snill- ingsins, en var meinað Jress fyrir einhverja Jrá kerju skaparans, eða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.