Eimreiðin - 01.01.1961, Qupperneq 84
72
EIMREIÐIN
Og satt að segja lái ég þeim það ekki. En hver veit nema ljósir
lokkar, lítill kjóll og stuttir sokkar hittist aftur hinum meginn!
Þá von hefur Tómas að minnsta kosti gefið okkur, sem eitt sinn
brostum æskunnar hlýju, feimnu brosum á Laufásveginum.
Svo kom ljóðabókin Fagra veröld 1933. Samkvæmisherra liins
fágaða tómlætis, um borgaralega atorku, kvað sér á svipstundu
bjargfastan sess í vitund síns fólks, sem skáld hinnar hreinu fegurð-
ar, hins ljúffagra tungutaks, hinnar tæru síungu gleði, hins hljóða
dulúðga trega, glettni, alvöru, djúprar íhygli, nærfærins um-
burðarlyndis. Og — hins snögga aðvarandi liáðs, sem getur snert
eldsárt eins og svipuól tamningarmannsins. En þegar sá leit við
sem snortinn liafði verið var hvinurinn af ólinni dáinn, og þarna
var Tómas og brosti og sársaukinn einn eftir.
Næsta ljóðabók Tómasar Stjörnur vorsins kemur út 1940. Yrkis-
efnin eru lík og í Fagra veröld, vinnubrögðin í meginatriðum mjög
hin sömu. Það er augljóst þá, að Tómas ætlar sér ekki að hvika
um hársbreidd frá lögum fornrar, íslenzkrar ljóðhefðar, en leikur
sér með hugbrigði sín, tilfinningar, sýnir og boðskap af svo snurðu-
lausri fimi að það er hrein unun að lesa þessi ljóð. Það er léttur,
fagur og nýstárlegur svipur á ])essum ljóðum, — en hvorki jrá né
síðar hefur Tómas unnið það til nýstárleikans að skrifa eina ein-
ustu afkáralega línu. Fegurð þessara ljóða byggist á kliðmýkt, mynd-
fegurð, tiginbornum einfaldleik í byggingu, og ljósri hugsun þar
sem því óvænta bregður fyrir eins og snöggum leiftrum.
En þessi kvæði eiga öll upptök sín í eigin veröld Tómasar, og
ljós hennar er mýkra en hin harða glaðbirta veruleikans í þysmikilli
veröld, sem er að fara sér að voða af ofstækisfullum dugnaði. Þau
eru músík og myndsmíð og angan, full af blómum og víni, brosum
og unaðslegum konum, kyrrlátri gleði og tregafullri þrá. Og húmor
— þessunr fágæta en göfuga eiginleika, sem ber lyfstein gaman-
seminnar á sjálf holundarsár mannlegs hjarta og læknar og græðir.
— kætir og gerir betra veður í heiminum.
Þannig stendur Tómas mér fyrir hugskotssjónum á fertugu fyrir
tuttugu árum, fyrst og fremst vinur og í annan stað viðurkenndur
meistari sinnar íþróttar — virtuos, kannske fullmikill virtuos — en
mikið öfundaður af þeim, sem ekki gátu glaðst með honum en lang-
aði til að standa, þó ekki væri nema augnablik í sviðsljósi snill-
ingsins, en var meinað Jress fyrir einhverja Jrá kerju skaparans, eða