Eimreiðin - 01.01.1961, Side 88
76
EIMREIÐIN
og snoturra húsa og þar getur einn-
ig að líta margs konar dýr, svo sem
hest, asna og jafnvel kameldýr og
ljón og svo auðvitað lmnd og kött,
að ógleymdum páfagauknum, sem
er hin rnesta skrafskjóða. Og fólk-
ið þarna ber svip af bænum. Það
er vingjarnlegt og glaðvært, enda
alltaf að skemmta sér, og jafnvel
ræningjarnir þrír, þeir Kaspar,
Jasper og Jónatan, sem eru höfuð-
persónur leiksins, eru hinir
skemmtilegustu og beztu náungar.
Klemenz Jónsson á heiðurinn af
leikstjórninni, sem tekist hefur með
ágætum, en ræningjana leika þeir
Ævar R. Kvaran, Baldvin Halldórs-
son og Bessi Bjarnason og eru hver
öðrum skemmtilegri, bæði í sjón og
reynd. Aðrir leikendur fara einn-
ig vel með hlutverk sín. Dansana
í leiknum hefur Erik Bidsted, for-
stjóri ballettskóla Þjóðleikhússins,
samið og æft þá og stjórnað. Hulda
Valtýsdóttir þýddi leikinn, en
söngvana þýddi Kristján frá Djúpa-
læk.
„/ Skálholti“ eftir Kamban var
frumsýnt 20. apríl 1960. Var það
hátíðarsýning í tilefni þess, að þá
var liðinn réttur áratugur frá því er
þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína
fyrir opnum tjöldum, en það var
20. apríl 1950. Mörgurn þótti mið-
ur að ekkert af leikritum Kambans
var sýnt við það minnisverða tæki-
færi. Var sú óánægja vissulega rétt-
mæt, því að Kamban er sá leikrita-
höfundur íslenzkur, annar en Jó-
hann Sigurjónsson, sem hæst hefur
borið fyrr og síðar og hlotið mesta
viðurkenningu, ekki sízt erlendis,
enda var liann stórhuga og stór-
brotið skáld og persónuleiki og
mikilhæfur leikhúsmaður. Vil ég
leyfa mér að tilíæra liér umsögn
mína um Kamban og leikritið „1
Skálholti", í leikdómi mínum um
sýningu þjóðleikhússins:
„Mörg af leikritum Guðmund-
ar Kambans hafa verið sýnd áður
hér á leiksviðunt borgarinnar,
þeirra á meðal „Skálholt, sem
Leikfélag Reykjavíkur sýndi árið
1945 við mikla lirifni áhorfenda.
Öll þessi verk skáldsins einkenn-
ast af fágaðri stílkennd, sterkri
persónusköpun og djarfmannleg-
um og öruggum tökum á þeim
vandamálum, sem þau fjalla um-
Og hinum mikla kunnáttumanni
bregzt yfirleitt ekki að leiða al-
burðina til dramatiskra úrslita.
Því eru leikrit Kambans öll svip-
mikil og áhrifarík, ekki sízt „1
Skálholti.“ Þar sem höfundurinn
á ntjög athyglisverðan hátt sýknar
Ragnheiði Brynjólfsdóttur af ákær-
unum unt meinsæri. Það var vissu-
lega vel til fallið, að þjóðleikhúsið
valdi til hátíðarsýningar nú þetta
stórbrotna skáldverk Kambans.
Harmsaga Brynjólfs biskups og
dóttur hans, var höfundinum hug-
stæð mjög, enda mun hann hafa
kynnt sér þá sögu betur en flestir
aðrir, sem augljóst er af hinni
milku skáldsögu hans „Skálholt."
í leikritinu „í Skálholti" er megin-
uppistaðan átökin milli biskups og
dóttur hans, sem verða að há-
dramatískum harmleik, rökréttum
og óumflýjanlegum vegna þess að
hann á rætur sínar í eðli beggja
þessara sterku persónuleika."
Auðsætt var að leikstjórinn,