Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 88

Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 88
76 EIMREIÐIN og snoturra húsa og þar getur einn- ig að líta margs konar dýr, svo sem hest, asna og jafnvel kameldýr og ljón og svo auðvitað lmnd og kött, að ógleymdum páfagauknum, sem er hin rnesta skrafskjóða. Og fólk- ið þarna ber svip af bænum. Það er vingjarnlegt og glaðvært, enda alltaf að skemmta sér, og jafnvel ræningjarnir þrír, þeir Kaspar, Jasper og Jónatan, sem eru höfuð- persónur leiksins, eru hinir skemmtilegustu og beztu náungar. Klemenz Jónsson á heiðurinn af leikstjórninni, sem tekist hefur með ágætum, en ræningjana leika þeir Ævar R. Kvaran, Baldvin Halldórs- son og Bessi Bjarnason og eru hver öðrum skemmtilegri, bæði í sjón og reynd. Aðrir leikendur fara einn- ig vel með hlutverk sín. Dansana í leiknum hefur Erik Bidsted, for- stjóri ballettskóla Þjóðleikhússins, samið og æft þá og stjórnað. Hulda Valtýsdóttir þýddi leikinn, en söngvana þýddi Kristján frá Djúpa- læk. „/ Skálholti“ eftir Kamban var frumsýnt 20. apríl 1960. Var það hátíðarsýning í tilefni þess, að þá var liðinn réttur áratugur frá því er þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína fyrir opnum tjöldum, en það var 20. apríl 1950. Mörgurn þótti mið- ur að ekkert af leikritum Kambans var sýnt við það minnisverða tæki- færi. Var sú óánægja vissulega rétt- mæt, því að Kamban er sá leikrita- höfundur íslenzkur, annar en Jó- hann Sigurjónsson, sem hæst hefur borið fyrr og síðar og hlotið mesta viðurkenningu, ekki sízt erlendis, enda var liann stórhuga og stór- brotið skáld og persónuleiki og mikilhæfur leikhúsmaður. Vil ég leyfa mér að tilíæra liér umsögn mína um Kamban og leikritið „1 Skálholti", í leikdómi mínum um sýningu þjóðleikhússins: „Mörg af leikritum Guðmund- ar Kambans hafa verið sýnd áður hér á leiksviðunt borgarinnar, þeirra á meðal „Skálholt, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi árið 1945 við mikla lirifni áhorfenda. Öll þessi verk skáldsins einkenn- ast af fágaðri stílkennd, sterkri persónusköpun og djarfmannleg- um og öruggum tökum á þeim vandamálum, sem þau fjalla um- Og hinum mikla kunnáttumanni bregzt yfirleitt ekki að leiða al- burðina til dramatiskra úrslita. Því eru leikrit Kambans öll svip- mikil og áhrifarík, ekki sízt „1 Skálholti.“ Þar sem höfundurinn á ntjög athyglisverðan hátt sýknar Ragnheiði Brynjólfsdóttur af ákær- unum unt meinsæri. Það var vissu- lega vel til fallið, að þjóðleikhúsið valdi til hátíðarsýningar nú þetta stórbrotna skáldverk Kambans. Harmsaga Brynjólfs biskups og dóttur hans, var höfundinum hug- stæð mjög, enda mun hann hafa kynnt sér þá sögu betur en flestir aðrir, sem augljóst er af hinni milku skáldsögu hans „Skálholt." í leikritinu „í Skálholti" er megin- uppistaðan átökin milli biskups og dóttur hans, sem verða að há- dramatískum harmleik, rökréttum og óumflýjanlegum vegna þess að hann á rætur sínar í eðli beggja þessara sterku persónuleika." Auðsætt var að leikstjórinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.