Eimreiðin - 01.09.1963, Page 24
208
EIMREIÐIN
háð hermannanna hefur snortið skáldið í Saurbæ djúpt. Ég hef
dálítið gert mér far um að athuga siðferðiskenningar Passíusálni-
anna, og komizt að þeirri niðurstöðu, að enginn mannlegur löstur
sé andstyggilegri í augum séra Hallgríms en hið illgjarna háð.
Atburðirnir í höll Heródesar og setuliðsborg Pílatusar vísa hug
skáldsins í tvær áttir, vekja tvenns konar hugsanir til lærdóms fynr
lesandann. Önnur stefnan kemur fram í versinu:
Ókenndum þér þótt aumur sé
aldrei til legðu háð né spé,
þú veizt ei, hvern þú hittir þar,
heldur en þessir Gyðingar.
Hin stefnan birtist í játningunni:
Víst ertu, Jesús, kóngur klár,
kóngur dýrðar um eilíf ár,
kóngur englanna, kóngur vor,
kóngur almættis tignarstór.
í einni og sömu persónu sér Hallgrímur Pétursson hinn hrakta
aumingja, sem er leiksoppur fávitra manna, og dýrðarkonungii111’
sem allt vald hefur á himni og jörðu.