Eimreiðin - 01.09.1963, Blaðsíða 82
266
EIMREIÐIN
þar. Og það er gert ráð fyrir árs
dvöl í Flórenz og árs dvöl í París.
En svo datt það allt í einu í niig
að fara til Skye. Mömmu finnst það
fjarstæða — að mig skuli langa til
að dveljast heilt ár á eyju.
— Hví skyldi það vera fjarstæða?
— Af því, að ég vil fara núna. Og
það mundi seinka náminu um heilt
ár. Og Henry vill ekki að ég fari.
— Og hver er Henry?
— Ó, góður vinur, geri ég ráð
fyrir. Við erum ekki heitbundin,
en hann er alltaf nálægur, þar sem
ég er, þegar hann getur því við
komið. Hann les viðskiptafræði í
Harvardháskólanum. Hann hefur
sett sér það mark að verða fjár-
málamaður í Wall Street. Og eyjar
hafa ekkert aðdráttarafl fyrir hann.
— Michael mundi hlæja dátt, ef
hann heyrði þetta.
— Hver er Michael?
— Sonur minn. Hann stundar
líka háskólanám, stærðfræði og
eðlisfræði. En það datt eitt sinn í
hann, að dveljast heilt ár á eyju.
Hann gerði það, — hætti námi á
meðan. Ég spurði hann aldrei nán-
ara um þetta. Kannske langaði
hann til þess að njóta einveru í
mánaskini. Kannske hann fari til
tunglsins næst. Það er dálítið fjar-
lægara en Wall Street og kannske
menn þurfi einveru til að búa sig
undir að fara í slíka ferð.
Hún fletti blaði þögul og spurði
án þess að hafa augu af myndinni.
— Er Michael líkur — þér?
— Já, ég býst við því.
— Áttu mynd af honum?
— Nei, ég hef aldrei meðferðis
fjölskyklumyndir.
Ég þagði smástúnd og bætti svo
við:
— En ég gæti trúað, að þú hafir
á tilfinningunni hvernig Michael
er.
Hún svaraði engu og hélt áfram
að fletta bókinni. Við sátum þarna
og vorum komin langt í burtu fra
Washington og meðan hún fletti
bókinni og skoðaði myndirnar
sagði ég henni frá stöðum á Skye>
sem ég þekkti. Og svo opnuðust
dyrnar og Mary Andover kom inn>
Hún var svartklædd og það f°r
henni vel. Hún horfði á mig °S
dóttur sína.
Ég bjóst til að standa upp> en
hún sagði:
— Gerið svo vel að sitja kyrr>
herra O’Shane. Sitjið bara kyrr.
Hún lagði frá sér töskuna stna
og settist hjá okkur. Hár hennai
var farið að grána, en augun ems
blá og björt og sjórinn á fögrmn
vordegi. Hún brosti og hló svo
— Alveg eins og ég bjóst við, eb
ir lýsingu Johns — og þegar el11
og einn úr fjölskyldunni.
Og hún þagði andartak og sag 1
svo:
— Og þegar á kafi í fjölskyldu
vandamáli, geri ég ráð fyrir?
Hún brosti til dóttur sinnar, se
var að rétta henni tebolla.
— Jæja, hefurðu fengið 0’Shane
til jjess að finna fyrir ])ig frambæ1^
lega ástæðu til jtess að fara til Sk)e;
— Ég held ekki, að hún lJl,r ^
neina ástæðu, sagði ég og horfö*
Mary fast og lengi, á valdi inl,n^
inga, og reyndi um leið að þr®
gamlar og nýjar slóðir mér lil s 1
ingsauka.