Eimreiðin - 01.09.1963, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN
213
stl'ax i byrjun. Þetta er ógerlegt með öllu, þar sem endurvarp sjón-
yarps í fjallalandi er erfitt. Hins vegar er ástæða til að ætla, að unnt
vei'ði að koma sjónvarpi til allra landshluta fyrr en sími, rafmagn
°g vegir hafa komizt, og er ekki réttlátt að gera meiri kröfur. Hefur
undirbúningur allur miðazt við, að gerð yrði þegar í upphafi áætl-
un um dreifingu sjónvarpsins um landið, og rnunu framkvæmdir
^yrir þráðlaust símasamband greiða mjög fyrir þeirri sókn.
Erlendis er umdeilt, hvort sjónvarp eigi að byggjast á auglýsing-
u,n eða ekki. í Bandaríkjunum og nokkrum fleiri löndum eru
ntargar sjónvarpsdagskrár, sendar út af voldugum einkafyrirtækj-
Unr> en auglýsendur greiða kostnaðinn og eru afnotagjöld engin.
Eil viðbótar er allmikið af fræðslustöðvum, sem skólar og aðrar
’nenningarstofnanir eiga.
Hin leiðin er ríkissjónvarp, sem hefur afnotagjöld að tekjustofni.
S'nnar jrjóðir hafa bæði kerfin hlið við hlið, til dærnis Bretar, Kan-
'idamenn og Japanir.
Hér á landi hefur Ríkisútvarpið þegar farið milliveg, sem virð-
lst henta vel. Auglýsingar eru veigamikill tekjuliður, og væri af-
notagjaid útvarpsins 100% hærra, ef þeirra nyti ekki við. Hins veg-
ar er auglýsingum ekki dreift innan um dagskrárefni og auglýs-
^ndur hafa engin áhrif á dagskrána. Virðist auðvelt að hafa sama
att 1 sjónvarpi, og yrðu auglýsingar þá svipaðar því, sem nú tíðk-
ast • kvikmyndahúsum.
. Eík ástæða er til að ætla, að sjónvarp verði ekki íslenzkri menn-
ln§n hættulegt, heldur geti reynzt henni lyftistöng á margvíslegan
cltt- Þess vegna verður að taka sem fyrst nauðsynlegar ákvarðanir
u§ byrja hinn raunhæfa undirbúning, enda munu eftir það líða
'"á ár, áður en starfsemin kemst af byrjunar- og tilarunastigi.
(Síðan þessi grein var skrifnð hefur menntamálaráðherra falið útvarpsráði
§ útvarpsstjóra að gera ítarlega áætlun um íslenzkt sjónvarp, og er unnið að
JClrri áætlunargerð).