Eimreiðin - 01.09.1963, Side 52
236
EIMREIÐIN
danski bílstjóri er kominn að
hóteldyrunum með bílinn í'yrir
klukkan hálfsjö, og bíður þess að
hlaða töskunum í farangursgeymsl-
una. Þetta er árvakur bílstjóri og
fyrirmyndar ferðafélagi. Hann er
heldur ekki bara Dani, eins og
hann segir sjálfur. Hann er líka
frá Bornholm! Og það kennir
nokkurs stolts í röddinni. Hann
sagði mér frá þessu eftir að við
horfðum á Væringjafoss. Á Borg-
undarhólmi er nefnilega klettótt
strönd og mishæðótt land, og þar
er eini fossinn, sem til er í Dan-
mörku — en hann er aðeins 20
metra hár.
Þegðar ferðafólkið gengur út í
bílinn við Hótel Alrek, er allt orð-
ið baðað í sólskini niðri i miðborg-
inni, en efra í hlíðunum, þar sem
húsin tildra livert upp af öðru eins
og þeim hali verið raðað í stiga-
þrep, ber enn á skugga. Við höld-
um niður í borgina og í áttina út
á Norðnesið, þar sem skipið liggur
við bryggju gegnt Hákonarhöllinni
gömlu og virkinu, sem er hinum
megin Vogarins, en Hákonarhöllin
í Björgvin er ein elzta og fegursta
steinbygging Noregs frá fornu fari,
en lnin var byggð á þrettándu öld.
Það er margt um manninn á
bryggjunni og mikil bílamergð.
Skipið heitir Kommandoren og er
nýr og góður farkostur. Bíllinn
okkar ekur um borð og annar stór
langferðabíll líka, en þar á eftir
20—30 smærri bílar. Síðan streyma
farþegarnir um borð og upp á þi’"
far. Og nú gildir mestu, hver er
handfljótastur að ná sér i sólbaðs-
stól. Fólkið ætlar auðsýnilega að
njóta sólarinnar á siglingunni tiin
Sognsæ. En stólarnir eru færri en
farþegarnir. Skipið er sagl taka 500
farþega, og þilfarið verður þegal
þakið stólum og fólki í sólbaði,
áður en landfestar eru leystar.
En það kemst ekki helniingm
fólksins fyrir þeim meginn við
stjórnpall skipsins, sem að sólinm
veit. Þyrpingin er þó engu minm
hinum rnegin. Þeir bjartsýnustn
setjast í skuggann — og hugsa meö
sér, að einhvern tíma hljóti sólm
þó að skína á þá líka. Og þeir fara
að vorkenna fólkinu, sem situr 1
> -
sólskininu, að líklega muni sla ao
því, þegar líður á daginn og kvöló'
golan næðir um það í skuggantm1
af brúnni, þegar sú hlið skipsi|lS’
sem nú er í skugga, snýr rétt við
sólu.
Sumir leggja líka sólina og skugg
ann að jöfnu og gefa ekkert f)'1*1
útiloftið, en draga sig undir þi H1,1 ’
inn í setustofur og borðsal. ðfeðai
þeirra er konan með hörpuna. H1111
fær sér sæti í setustofunni, te^u
upp knéhörpu og byrjar að Iel^‘l
og syngja andleg lög. Kannski el
hún í Hvítasunnusöfnuði
heimatrúboði, en það skiptir ek^1
máli — hún leikur vel á hörpllI1‘
• / J, vj
sína og syngur þægilega, mj11
og mildri rödd. Þessi hörpuleik111
og helgisöngur fylgdi skipinu le11^
A