Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 10
EIIURF.IRIN
114
an veginn fátíð á vorum dögum. Um þau er litið svo á, að þau séu
oftast bezt komin í því landi, þar sem þau eru til orðin, og þar sem
rnest er von til, að þau verði notuð. Öðru máli gegnir um önnur
handrit. Það er ennþá mjög algeng skoðun um þáu, að sá skuli happ
liafa, sem hlotið hafi.
Þegar þessa er gætt, er augljóst, að Jreir Danir, sem samþykktu í
þjóðþinginu skil íslenzkra handrita hingað til lands, fara eltir öðr-
um sjónarmiðum en mest tíðkast nú. Hér er ekki dýrkuð hin harð-
úðga krafa handhafans að halda um aldur og ævi því sem hann hef-
ur einu sinni klófest, hversu sem svokallaður réttur lians er til kom-
inn. Þvert á móti byggist Jressi samþykkt á skilningi á því, hve mik-
ils virði Jressar gersemar eru íslendingum og hvernig á því stendur,
að Jreir hafa misst þær. Hún her vott um vilja til að hæta með einu
miklu drengskaparbragði fyrir ranglæti fortíðarinnar, ógæfu for-
tíðarinnar; hún sýnir bróðurhug og norrænan anda í verki, sem hafa
mun álu if í þessuin löndum — og vonandi víðar — nú og í fram-
tíðinni.
Ef spurt er, hvort hér standi að haki fáir rnenn, sem með brögð-
um hafi komið rnálinu fram, fer því I jarri. Munur atkvæða í Jrjóð-
Jringinu var 104 gegn 58, og mundi jrað í flestum málum talin sórna-
samlegur meirihluti. Ef nefna skal flokka manna, sem einkum hafi
harizt fyrir málinu, mundi eðlilegt að nefna fyrst ýmsa stjórnmála-
menn og lýðskólamenn. En auk þess hefur fjöldi manna af öllum
stéttum látið í 1 jós þá skoðun sína, að íslendingar eigi að fá hand-
ritin. Margir hinna stuttu pistla danskra alþýðumanna, sem þeir
hafa skrifað hlöðunum til að láta ekki sitt eftir liggja, geta ekki
annað en hrært hjarta íslenzkra lesenda.
Óefað hefur allur þorri danskrar alþýðu fyrir skemmstu ekki
vitað mikið um handritin, og lét sér því í léttu rúmi liggja, hvort
þau væru þar eða hér. Hér kem ég að máli, sem ekki má liggja í
þagnargildi.
Á árunum 1918—28 var ég lengstum í Danmörku. Þegar ég kom
þangað til nárns 1918, var mér sagt, að af eðlilegum ástæðum væru
Danir að leggja meiri og meiri áherzlu á mál og hókmenntir sjálfra
sín, og að sama skapi og af jafneðlilegum ástæðum yrðu íslenzk
fræði að þoka. Danskar mállýzkur og örnefni hlytu því að sitja fyrir
íslenzkum kvæðum og sögum. Ég Jrori að fullyrða, að einungis fáir
tugir manna í Danmörku höfðu þtí vitneskju um íslenzku handritin,
og enn miklu færri lásu þau sér til gagns. Útgáfur texta eftir ís-