Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1965, Page 70

Eimreiðin - 01.05.1965, Page 70
174 EIMREIÐIN árið 1758. Hans faðir var Jón liigréttumaðnr Oddsson frá Bakka í Svarf- aðardal en þar í dalnum liiifðu Jteir langfeðgar búið, hver franr af öðr- um. Síra Jón sá, er hér um ræðir, hefur verið nefndur síra Jón „elzti“, af Jrví að sonur hans og sonarsonur, báðir með sama nafni, Jrjónuðu eftir hann Grundarþingum allt til ársins 1860. Þessir þrír Jónar héldu því kallinu samfleytt í 102 ár. Kona síra Jóns „el/.ta“ var Sigríður Bjarnadóttir, prests á Björgum, og var síra Jón lærði einkabarn Jreirra. Síra Jón elzti var talinn einn af lærðustu mönnum norðanlands á sín- um tíma. Hann var frábær klerkur, góður læknir, en lítill búsýslumaður. Mikið orð er gjört af latínulærdómi lians, og auk Jress var hann talinn vel að sér í grísku, Jrýzku og jafnvel í frönsku. Ekkert liggur Jx> eftir liann á prenti, nema latínukvæði eitt: „Til Jrakklætis J>eim geistlegti í Kristjánsandsstifti í Noregi fyrir gjafir þeirra til fátækra presta á íslandi". prentað í Khöfn 178‘5. í handriti er til eftir hann veðráttuannáll og ýmsar þýðingar á læknisfræðiritum. Eins og áður er getið var Jón, sá, er síðar var nefndur „hinn lærði“. einkasonur síra fóns elzta og Sigríðar konu hans. Hann fæddist að Guð- rúnarstöðum í Eyjafirði hinn 28. ágúst árið 1759. Hann var bráðgjör mjög, fjörmikill og ákafur í skapi á æskuskeiði, stilltist með fullorðins- árunum, en kappsamur og fylginn sér var hann Jró alla tíð. Fljótt kom J>að í ljós, að hann var óvenjulegum gáfum gæddur, enda hélt faðir hans honum snemma að bóknámi. Hann var lifandi eftirmynd föður síns — og mótaðist mjög af áhrifum frá honum. Hjá honum nam hann allan skólalærdóm og fór aldrei í neinn opinberan skóla. Hiklaust má telja, að haldbetra veganesti helði hann vart getað hlotið, eða aflað sér víð- tækari Jrekkingar annars staðar, hérlendis a. m. k., en í föðurgarði. Og miklu lofsorði lauk Hálfdán Einarsson skólameistari á Hólum á þekk- ingu hans og lærdóm, er hann prófaði ltann og útskrifaði vorið 1780, — nteð bezta vitnisburði. Þremur árum síðar, ]>á 24 ára að aldri, vígðist Jón aðstoðarprestur til föður síns, sem um langt skeið hafði verið við fremur veika heilsu. Vígsl- an fór fram á Hólum í Hjaltadal hinn I. júní árið 1788, og framkvæmdi hana síra Jón Jónsson prófastur í Hegranessþingi, með því að um það leyti var biskupslaust lyrir norðan land. Fyrstu embættisár sín bjó síra Jón á Grund og síðan að Núpufelli í Eyjafirði. En 1798 fluttist hann í Möðrufell og bjó ]>ar samfleytt í 41 ár. Þar vann hann að mestu leyti sitt mikla og giftudrjúga ævistarf, — og við þann stað er hann líka tíðast kenndur. Þegar faðir hans léz.t 2. júlí 1795 lekk hann veitingu fyrir Grundarþingum og þjónaði þar til ársins 1888. Þegar síra Jón hafði sjö um tvítugt kvæntist hann Helgu Tómasdóttur, jrrests að Grenjaðarstað, Skúlasonar. Móðir hennar var Álfheiður, systii
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.