Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 14
118 EIMREIÐIN Annars er þetta mál ofureinfalt. Veturinn 1960—61 eftir nýjár, þegar samningarnir voru að komast í gang, var mælzt til þess af hálfu dönsku stjórnarinnar, að Islendingar gerðu grein lyrir óskuin sínum. Voru þá samdar tillögur um skiptingareglur og síðan send skrá yfir handrit. Hér voru Islendingar að þreifa fyrir sér, en þeim gat ekki dottið í hug, að þeir fengju allar óskir sínar uppfylltar; allt mælti með að milli þeirra og Dana hlyti að verða málamiðlun, eins og oftast er í samningum og þegar til mikils er að vinna. Dan- ir höfnuðu tillögum íslendinga um skiptingarreglur, en lögðu aðrar fram. Vegna þess, hve illa hafði farið um tillögur Bomholts menntamálaráðherra 1954, svo og vegna þess, að dönsku stjórninni tókst ekki að fá suma hinna flokkanna til að taka þátt í nefnd til umræðu um málið, lagði Jörgen Jörgensen menntamálaráðherra áherzlu á, að athuganir á því færu frarn í kyrrþey. Þá voru næst fengnir sérfræðingar, tveir danskir, Palle Birkelund og Pcter Skaut- rup, og tveir íslenzkir, Sigurður Nordal og Einar ÓI. Sveinsson, til að athuga, hvernig dönsku greinimerkin, sem skipta átti eftir, væru í reynd. Var þá gamla íslenzka skráin höfð að undirstöðu, en breytt samkvæmt dönsku greinimerkjunum. íslenzku sérfræðingarnir gróf- ust vandlega fyrir um skilning hinna dönsku og byggjandi á þeim skilningi og með nokkurri víkkun reglnanna, töldu þeir unnt að ráða íslenzku ríkisstjórninni að ganga að jreim reglum. Islenzku sér- fræðingunum var þessi skilningur dönsku sérfræðinganna þannig algerlega skilyrði. Á fundinum gerði hvor aðili fyrir sig breytingar á skránni samkvæmt þeim niðurstöðum, sem urðu í viðræðunum, Þessi skrá hefur verið geyntd þangað til málið væri á enda kljáð í þinginu, nema hvað þingnefndin mun hafa fengið hana til athug- unar sem trúnaðarmál, en í skammdeginu í vetur töldu einhverjir sig hafa komizt yfir aðra (eða eina) þeirra, með hverju móti veit ég ekki, og létu birta í Berlinske Aftenavis, en þess ber að gæta, að textinn er þar nokknð breyttur, Jró að ekki varði það meginatriði- Sumt, sem gagnrýnt hefur verið, stafar þó af villum í jæim lista. Síðan hafa umræður um málið haldið áfram í Danmörku. Nokkra athygli vakti bók, sem Paul Möller þingmaður ritaði. en ekki held ég hún hafi haft mikil áhrif. Annars eru kannanir þingnefndar- innar dönsku án efa merkastar jress, sem gert hefur verið til að afla réttrar og skilmerkilegrar fræðslu um málið. Hugsanlegt var, að menn tortryggðu jrað, sem stuðningsmenn íslendinga héldu frain um það, en ekki Jrá fræðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.