Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 24
EIMREiniN
MINNI KVENNA
Mörg eru verkin vandafull. —
Til vona bregðast kynni
að vera ei kjörið kvennagull,
en kveða þeirra minni!
Því er það ei, brúðir, ærið hart
því einvalasta að lirósa,
og eiga bæði um blátt og svart
og bjart og dökkt að kjósa?
Þvl augu dökk og aiigu blá
ég aldrei greindi sundur,
og mig gat lirifið há og lág —
og hverjum finnst það undur!
Þó svijrir tækju sinn hvern blæ,
var seiðurinn jafn í öllum,
og blíður eins og blámi á sæ
og birtan yfir fjöllum.
Við, sveinar, gleymdum sumu því,
sem segja ykkur lnigðumst,
og koma því fyrir öðru í
en ástakvæðum brugðumst.
En þó í húsi hreyfðuð rokk,
og hrífu út’ um völlinn,
þið áttuð víðan vöggustokk,
með vængi yfir fjöllin.
Og mörg er sagati sönn um það
— þó sé hún hvergi bókuð —
þá dyggð sem l’áa átti að
í ástarfóstur tókuð.
Og oft helði kaldlynd karlaþjóð
á klakann ýmsu fargað,
og borið út fegurð, frelsi og ljóð,
sem fleyttuð þið til bjargar.
Sú ein var stoð, sem aldrei brást
við ofurkapp og þrefið,
að vita það í ykkar ást,
sem okkur bezt var gefið.