Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 62
166 EIMREIÐIN Við kennum ekki börnúm okkar að rita, svo að vit sé í vinnu- brögðunum, nema að kenna þeim áður að tala. Og í því eini verða skólarnir að takast á hendur vaxandi vanda. Eitt skemmtilegasta íhugunarefni, sem ég veit, er sambúð lands vors við fólkið og fólksins við landið, allt frá því er byggð hófst í þessu landi. ()g þó er þetta engan veginn sársaukalaus saga, engin óslitin sigursaga. Það er öðru nær. En það er sagan um það, hvernig þjóðin verður til og mótast og hvernig hún gerir sér ættland og' fósturjörð úr landnámsnýlendu. Margvísleg hefur sú nauðsyn verið, sem rak forfeður vora brott af ættmold og heimatúnum, og þrátt fyrir það, sem fornritin segja um landgæði hér og margháttað gagn til lands og sjávar, þá skuluin við ekki ganga þess dulin, að þungur uggur hefur gripið margan rnann, er hann leit í lyrsta sinn hið hrikalega land, sem skyldi verða heimkynni hans og ættar hans. Karlmennið Önund tréfót ber að á Ströndum, og Eiríkur snara vísar honum til landa út frá Ófæru í Veiðileysu, annað er ekki að hafa. Þá leit Önundur upp til fjalla og mælti þessar hendingar: — Hef ek lönd og f jöld frænda flýit, en hitt er nýjast: Kröpp eru kaup, ef hreppi ek Kaldbak, en lætk akra. Og þá er það, að Eiríkur snara svarar þessum orðum, sem í ölluffl einfaldleik sínum túlka söknuð og trega landnenranna, einmana- kennd þeirra og öryggisleysi: „Margur hefur svo mikils misst í Nor- egi, að menn fá þess ekki bætur“. En ísland hefur aldrei boðið börnum sínunr til neinnar værðar og gerði það heldur ekki þá. Aðbúð þess að nrönnum hefur frá önd- verðu verið slík, að þeim var engis annars kostur en að finna og leggja rækt við þá hæfileika sína, sem duga myndu í sambúðinm \ ið landið. Mér varð þetta sérkennilega Ijóst einu sinni, er ég stóð uppi í Holtsheiði og litaðist um, þar sem hinir voldugu l jalldrekai skríða fram með fannýrða mön, sem kembir af gnæfandi brúnun)- Eg fór að leitast við að skynja landið nreð augum landnemans, lita í huganum viðbrögð hans við þessari sýn. Það var upp úr þeim hugleiðingum, sem ég skriíaði þessar hendingar: —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.