Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 72
176
EIMREIÐIN
lætingasamur, en liann vildi liafa fyrir reglu það, sem postulinn segir í
Gal. 1, 10.: „Er ég að leitast \ ið að þóknast mönnum? — Ef ég væri ennþá
að þóknast mönnum, þá væri ég ekki þjónn Krists.“ “
Úr ræðu síra Jóns, sem hann flutti fyrir fólki, er var að fara á grasafjall,
hefur þessi setning varðveitzt: „Troðið vel í hornin, svo að ekki verði svik
fundin."
Fram á 19. öld átti galdratrúin allsterk ítök í vitund íslenzkrar alþýðu.
Einktim voru þeir, sem sköruðu fram úr í bóklegum menntum og gnæfðu
yfir fjöldann hvað þekkingu snerti, kenndir við slíka iðju. Um síra Jótt
í Möðrufelli segir þjóðsagan, „að hann hafi þegar frá æskuárum sínuni
fengizt við galdur.“
Eftirfarandi sögn er augljóst dæmi þess álits, er alþýðan hafði á síra
Jóni í þeim sökum, en um leið lelst vafalaust í henni sá sannleikskjarni,
sem satðfestir og undirstrikar á skemmtilegan hátt áðurnefnd ummæli
dóttursonar lians, að ltann hafi átt það til að vera með ólíkindum ,,ti 1-
hliðrunarsamur í tali“ við gesti sína. Sagan er í aðaldráttum á þessa leið:
„Einar var maður nefndur, Magnússon, og átti heitna í Miðhúsum í
Grundarsókn. Hafði síra Jón frætt hann og fermt á fyrstu prestskapar-
árum sínum .Einu sinni kom hann að Möðrufelli að finna síra Jón.
Bauð prestur honum til stofu, og er Einar hafði lokið erindi sínu, fór
hann að skoða bækur, er lágu þar á borði. Varð honum starsýnt á eina
þykka bók í gylltu bandi, lauk henni upp og fór að blaða í henni. Sá
hann þá, að öll blöðin voru auð og óskrifuð, — taldi víst, að þetta væri
skrifbók prests, og mælti: „Nokkur orð getið þér skrilað í þessa bók,
prestur góður." Þá svaraði síra Jón: „Hún er nú öll útskriíuð, Einar
minn.“ Varð Einari hverft við orð prests, sleppti bókinni hið skjótasta
og fannst ])á, sem brynnu gómarnir. Sagði Einar frá þessu síðar og var
sannfærður um, að þetta helði verið galdrabók, en sakir kunnáttuleysis
síns hefði hann ekki getað greint galdrastafina á blöðunum. Barst sagan
víða og styrkti menn í þeirri trú, að prestur fengist við galdur.“
Síra Jóni í Möðrufelli er svo lýst, að hann hali verið meðalmaður að
vexti, þrekinn nokkuð en svarað sér vel, fríður sýnum, dökkhærður, en
gekk jafnan með hárkollu. Hann var alvörumaður, einarður mjög og
kvað mikið að honum, hvar sem hann kom fram. Ekki hvikaði hann frá
réttu máli, hver setn í hlut átti, og mun ýmsum hal'a |)ótt hann helzt til
ósveigjanlegur.
Frásaga ein, sem varðveitzt hefur ttm síra Jón frá fyrstu prestskapar-
árum hans, lýsir mjög vel einurð hans, dirlsku og karlmennsku. Hann
var eitL sinn staddur á Akureyri í ver/lunarferð ásamt fleiri Framfirð-
ingum. Kaupmaðurinn, Rasmus I.ynge, lét sér hægt og hleypti itiit ein-
ttm og einum í senn en lét aðra bíða úti óafgreidda, þótt kalt væri í veðri.
Kvartaði síra Jón ylir þessu og bað kaupmann opna með góðu og leyfa