Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 58
162
EIMREIÐIN
vinnurekenda. Og undantekningarlaust er það með sama svip: Það
er saminn listi yfir kröfur þær, sem viðkomendur gera á hendur þjóð-
félaginu, og harðræðum beitt til þess að knýja þær fram, en þjóð-
félagið sendir þegnum sínum skattreikninga í sí aðgangsfrekari
myndum og beitir harðræðum til þess að l'á þá greidda. Harðræðun-
um er síðan svarað með nýjum kröfum, en kröfunum svarað með
kröfuherferð úr öllum áttum, miklu voli og kvörtunum. Þetta er
vítahringur, sem við erum að l'ara upp aftur og aftur. — Augljóst
ranglæti er t. d. leiðrétt eða bætt upp við eina stétt, en samstundis
rjúka allar aðrar stéttir upp með nýjar kröfur og hætta ekki, fyrr
en gamla ranglætið er komið á aftur í nýrri og margfalt dýrari út-
gáfu. Gamlar og gjaldþrota aðferðir eru dubbaðar upp í spariföt-
um nýrra laga og fyrirmæla, og fólkið verður háðara hinu opinbera
valdi en nokkru sinni áður.
Það er eins og í svipinn bresti allt of mjög á skapandi úrræðasenn.
áræði nýbrotamannsins í hugsun og framkvæmd, hæði á sviðum
atvinnulífs og félagsmála. — Við' skulum vona, að það vori í þessum
efnum. Ég fyrir mitt leyti efast ekki um, að svo verði, el' við týnum
ekki tungunni í tildri og glaumi, týnum ekki guði í öskri og há-
vaða þessa úthverfa lífs, týnum ekki sæmd og karlmennsku í linnu-
lausu kapphlaupi urn þægindi, skemmtanir og peninga.
Við gösprum öll ósköp um menntun og þih l ina á að mennta æsku-
fólk okkar. Það á að reisa menntaskóla út mn allar trissur. Og það
á að framlengja fræðsluskylduna út um allar sveitir. — En það bólat'
hvergi á þeirri skólahugsjón, sem hæfir tíð okkar og samlélagi, það
bólar ekki á þeirri mannshugsjón, sem við stefnum að. — Hér á að
böðla upp sjónvarpi, og dubba það upp með heitinu menningar-
stofnun, Jró að okkur vanti tilfinnanlega hæfa og menntaða kennara
til þess að rækja störfin í því skólakerfi, sent við höfunt lyrir.
Hér er þörf rækilegrar nýsköpunar og nýskipunar. Það er fyllsta
Jrörf á að stokka þetta allt upp. í hópi æskufólks okkar eru um ‘50—
35%, sem það hlutskipti er ætlað að verða þeir tónsnillingar, skáló,
vísindantenn, nýsköpuðir á sviði atvinnulífs, tækni, lelagsmála,
stjórnmála, fagurra lista og brautryðjendur viðskipta, sem þeirrt
kynslóð verður auðið að framleiða. Og Jtetta fólk eiga kennararnH
að finna Jtegar í barnaskólum og framhaldsskólum. Og Jtetta fól>
á að rækta og mennta í úrvalsskólum til æðstu þekkingar og færn'
á kostnað ríkisins án minnsta tillits til þjóðfélagslegrar aðstöðu, efn:1
og ættar. Og í æskufólki okkar eru sennilega nálægt 30%, sem eru