Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 76
180
EIMREIÐIN
þess orðs fegurstu merkingu. Það hefur hins vegar ekki verið rannsak-
að til hlítar, hvað hafi einkum orðið til að móta trúarskoðanir hans.
I.íktir benda til, að hann hafi snemma eignazt líf í Guði, og að hið
trúarlega andrúmsloft í föðurgarði liafi átt mestan þáttinn í að móta og
þroska trúarlíf hans og trúarskoðnair í jákvæða átt. Ekki væri óeðlilegt
að geta sér þess til, að faðir hans hafi orðið lyrir áhrifum frá þeirri trúar-
legu hreyfingu, setn barzt hingað laust fyrir miðja 18. öld með Ludvig
Harobe, — píetismanum svonefnda.
Eitt er víst, að andi þeirrar stefnu svífur víða ylir vötnum í ritum síra
Jóns þó hann væri fjarri því að vera klafabundinn á nokkurn hátt. l’á
er og vitað, að hann hefur orðið fyrir sterkum trúarlegum áhrifum at
lestri erlendra riia og bréfaskiptum við ýmsa nterka menn erlendis, eink-
um hin síðari ár ævi sinnar. Hann stóð í bréfasambandi við lærða menn
í Þýzkalandi, Danmörku, Englandi og m. a. s. kristniboða austtir í Ind-
landi og e. t. v. víðar. Frá mörgum þessarra manna fékk hann sendai
rnerkar bækur, trúarlegs og andlegs efnis. Auk Hendersons má af þessum
pennavinum neliia danska prestinn Bone Falk Rönne í Lyngby, sem gaf
út trúmála- og trúboðsblað og Gilbert van der Smissen í Altóna. Fyrir
andlát sitt gaf síra Jón Grundarkirkju allar hinar erlendu bækur sínar
í þeirri von, að ]:>ær mættu í framtíðinni koma að notum með aukinnx
menntun og vaxandi málakunnáttu þjóðarinnar.
Eftir brottför Hendersons frá Möðrufelli sumarið 1815 sat síra Jón
ekki auðum höndum. Eins og þegar er frá greint, hafði hann fyrr uxn
árið stofnað útgáfufélag kristilegra smárita: „Það íslenzka evangeliska
smábókafélag". í Landsbókasafni hefur varðveitzt ræða, er hann flutti við
stofnun þess. Lýsir hann þar hryggð sinni yfir villulærdómum, forakti og
spotti gegn heilagri Ritningu, er hafi látið að sér kveða í kristnum lönd-
um. En þrátt fyrir myrkur vantrúarinnar, skín, að hans dómi, ljós t
myrkrinu „ til að sundurdreifa þeim skæðu vantrúar skýjum, sem undh'
upplýsingar nafni hafa viljað draga fyrir þá himtiesku sannleikans sól.‘
l’elttr hann upp ýmsa, máli sínu til stuðnings, en þó einkttm stofnendui'
enska smáritafélagsins og brezka og erlenda Biblíufélagsins. Segir liann
þessi tvö félög fyrirmynd Smábókafélagsins og finnst Jesús hrópa til sín;
„Far þú og gjör slíkt hið sama.“ - Hvetur hann áheyrendur til að leggj-1
fé af mörkum og setja á stofti „eitt lélag, vor á meðal, hvers augnamið
skal vera: I) útgáfa ttppbyggilegra og andlegra rita, lil eflingar og styrk-
ingar þeim sarna kristindómi, og 2) útgáfa bóka hins Nýja testamentii
með betrandi útleggingu og nokkrum skýringargreinum, )>ó einasta •
pörtum.“
Þá fylgir uppástunga um framlög til styrktar lélaginu, en sjálfur segist
síra Jón taka að sér að sjá um útgáfu og prentun, „hvort heldur utan eða
innan lands, eftir því sem hentast sýnist."