Eimreiðin - 01.05.1965, Blaðsíða 74
178
F.IMREIÐTN
Þó að síra JÖn gæfi sig að margvíslegum viðfangsefnum og gengi heill
og óskiptur að hverju verki, átti hann samt sem prestur fáa sína líka.
Preststarfið var honum fyrir öllu. F.kkert mátti á ]tað skyggja. Og meginið
af ritum hans í bundnu máli og óbundnu, bæði þýtt og frumsamið, er
um andleg efni. Af fjölmörgu óprentuðu, sem eftir hann liggur í hand-
riti, skal liér aðeins drepið á fátt eitt. Réttilega hefur verið á það bent,
að einn sérstæðasti þátturinn í kennimannsstarfi hans hali verið öll
þau umburðarbréf, er hann skrifaði sóknarbörnum sínum og lét ganga
bæ frá bæ. Sem dæmi þeirra má nefna: „Andlegur leiðiþráður út úr völ-
undarhúsi vantrúarinnar," „Hugleiðingar yfir guðlegs lífernis miklu
nauðsyn og nytsemi", og ritgerð um bindindi, sem hann þýddi úr þýzku
og nefndi: „Brennivín, morðingi lífs og sálar.“ Ritgerð þessari fylgd1
eldheit áskorun síra Jóns til sóknarbarna hans um að gatiga í bindindi.
Þessi ritgerð, sem skrifuð er 18.B9, mun vera fyrsta bindindisritgerðiu,
sent frant hefur komið hérlendis á íslenzku máli. Mörg voru umburðar-
bréf þessi alllöng, og eru bréf Nýja testamentisins greinileg fyrrimynd
stíls og framsetningar.
Þegar Aldamótabókin, — hin nýja „Messu- söngs- og sálmabók" kom ut
í Leirárgörðum árið 1801, — oft nelnd því tvíræða nafni „Leirgerður", "
var síra Jón einn þeirra, sem gagnrýndi hana, — svo og Viðbætinn, er ut
kont í Viðey 1819. Gramdist síra Jóni, hve þar var á borð borinn t atns-
blandinn og útþynntur kristindómur, hve lítil alvara var gerð úr synd-
inni og náðinni — og ylirleitt sneitt hjá ýmsum dýrmætum lærdómuiu
heilagrar Ritningar. Var hann ómyrkur í máli og færði ljós rök fyru
skoðunum sínum. Þó lenti hann ekki í deilum við Magnús Stephensen
sjálfan, sem hafði allan veg og vanda af sálmabókarútgáfunni, fyrr en
Viðbætirinn kom út. En í hann höfðu verið teknir tveir sálmar síra
Jóns. Upphaf annars sálmsins hafði frá hendi höfundarins verið þannig:
„Að elska þig, minn góði Guð“, — en því hafði verið breytt að honuin
fornspurðum, svo, að í Viðbætinum stóð: „Guð þig að elska, góði minn '
Síra Jón undi slíkum breytingum illa, og hófust út at þessu bréfaskipþ
milli hans og Magnúsar Stephensens, — stórmerkileg deila, þar sem baeð"1
var sótt og varizt af kappi frá beggja hálfu. Samrit allra þessarra bréfa
er til, skrifað af síra Jóni, 194 bls. þéttskrifaðar. Nefnir hann það-
„Pennastríð út af skáldskap og trúarbrögðum, millum mikils og líiib
manns á íslandi."
Árið 1832 komu út í Khöfn Vikudaga sálmaí og bænir eftir síra Jón-
Þeir voru endurprentaðir á Akureyri 1853, — lyrsta bókin, sem þar kom
út, — og í 3. sinn á Akureýri 1856. Framan við Akureyrarútgáfurnar e\
æviágrip það eftir síra Jón Thorlacius, sem áður er nefnt. Einnig þýddi
síra Jón og gaf út, — með styrk smáritafélagsins enska, bók Philips Dodd-
ridge:: Um sannrar guðhræðslu uppbyrjun og framgang í manneskj