Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 42
112
EIMREWIN
sem 20-30 metra frá sjávarmáli. Langt úti í sjónum er staur eða
stöpull, og á honum leikur gild taugin í voldugri blökk. Vírend-
arnir eru festir í bátinn, ýmist að framan eða aftan, og vindan snýst
síðan á víxl, eftir því hvort draga á bátinn á land eða á flot. Þaul-
æfðir sjómennirnir eru örfljóltir að tengja vírana í bátana hvern á
fætur öðrum jafnharðan og þeir fljóta upp og sleppa. En menn-
irnir hraða sér burt um leið og vindan fer að erfiða. Stórt skilti er
á sandkampinum og á það letrað strangt bann við að koma of nærri
meðan spilið er í gangi. Það gæti valdið stórslysi eða bráðum bana,
ef gildir vírarnir slitnuðu í átaki.
Bátarnir eru dregnir á flot með allri áhöfn — þremur til fimm
mönnum. Þeir standa makindalegir á þilfarinu eins og myndastytt-
ur, meðan skipið þokast örugglega niður sandinn. Þeir totta pípur
sínar og spá í veðrið, þar til báturinn flýtur upp; þá er eins og þeir
vakni af dvala og hendur standa heldur betur fram úr ermum. A
einum bátnum stekkur snarborulegur skipshundur upp á búlkann
og mænir í átt til mín. Það er eins og hann ætli að taka sig sem bezt
út á mynd.
Eftir klukkustund eru allir bátarnir komnir á sjó og dóla ýmist
vestur eða austur með ströndinni. Þeir fara ekki langt á haf út um
þetta leyti, og fram eftir degi sjást möstur og marglitar aftur-
segladulur fljóta við sjónarrönd til hafs, og annað slagið ber vest-
anvindurinn slitrótta vélarskelli að eyrum manns. Sjór er sóttur úr
hafnlausri sandfjöru frá sjö eða átta smáþorpum við Kveinsafaflóa.
Þegar ég lít yfir fjöruna og sjóinn um leið og ég vafra um sand-
inn, verður mér hugsað til lendingar þessara fiskibáta í foráttuveðri.
Það lilýtur að vera ógjörlegt að athafna sig í brimgarðinum við sand-
inn á svona stórum bátum, þegar úthafssjóirnir ríða hver af öðrum
með æðisgegnum ofsa inn yfir ströndina. En hafnir hafa verið fáar
og langt undan til þessa, og því eru róðrardagar færri en skyldi. Slái
stórum dekkbáti flötum í öldurótinu, er voðinn vís.
Uppi á kampinum ofan við fjöruna eru stór fisk- og saltgeymslu-
hús. Milli þeirra er steypt plan eins og var á milli fiskhúsanna á Möl-
unum vestan við Hafnarfjörð, þegar ég var drengur. Mörg sporin
áttum við krakkarnir á þessu plani í fjörugum leik. Söm er lyktin
hér og þar, þungur sjávareimurinn blandast sterkum salt- og
fiskiþef. Og þótt ströndin sé önnur og ólík, er það sami sjór-
inn, sem tengir allar strendur.
Seinna um daginn stend ég aftur í sandfjörunni í hellirigningu