Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 42
112 EIMREWIN sem 20-30 metra frá sjávarmáli. Langt úti í sjónum er staur eða stöpull, og á honum leikur gild taugin í voldugri blökk. Vírend- arnir eru festir í bátinn, ýmist að framan eða aftan, og vindan snýst síðan á víxl, eftir því hvort draga á bátinn á land eða á flot. Þaul- æfðir sjómennirnir eru örfljóltir að tengja vírana í bátana hvern á fætur öðrum jafnharðan og þeir fljóta upp og sleppa. En menn- irnir hraða sér burt um leið og vindan fer að erfiða. Stórt skilti er á sandkampinum og á það letrað strangt bann við að koma of nærri meðan spilið er í gangi. Það gæti valdið stórslysi eða bráðum bana, ef gildir vírarnir slitnuðu í átaki. Bátarnir eru dregnir á flot með allri áhöfn — þremur til fimm mönnum. Þeir standa makindalegir á þilfarinu eins og myndastytt- ur, meðan skipið þokast örugglega niður sandinn. Þeir totta pípur sínar og spá í veðrið, þar til báturinn flýtur upp; þá er eins og þeir vakni af dvala og hendur standa heldur betur fram úr ermum. A einum bátnum stekkur snarborulegur skipshundur upp á búlkann og mænir í átt til mín. Það er eins og hann ætli að taka sig sem bezt út á mynd. Eftir klukkustund eru allir bátarnir komnir á sjó og dóla ýmist vestur eða austur með ströndinni. Þeir fara ekki langt á haf út um þetta leyti, og fram eftir degi sjást möstur og marglitar aftur- segladulur fljóta við sjónarrönd til hafs, og annað slagið ber vest- anvindurinn slitrótta vélarskelli að eyrum manns. Sjór er sóttur úr hafnlausri sandfjöru frá sjö eða átta smáþorpum við Kveinsafaflóa. Þegar ég lít yfir fjöruna og sjóinn um leið og ég vafra um sand- inn, verður mér hugsað til lendingar þessara fiskibáta í foráttuveðri. Það lilýtur að vera ógjörlegt að athafna sig í brimgarðinum við sand- inn á svona stórum bátum, þegar úthafssjóirnir ríða hver af öðrum með æðisgegnum ofsa inn yfir ströndina. En hafnir hafa verið fáar og langt undan til þessa, og því eru róðrardagar færri en skyldi. Slái stórum dekkbáti flötum í öldurótinu, er voðinn vís. Uppi á kampinum ofan við fjöruna eru stór fisk- og saltgeymslu- hús. Milli þeirra er steypt plan eins og var á milli fiskhúsanna á Möl- unum vestan við Hafnarfjörð, þegar ég var drengur. Mörg sporin áttum við krakkarnir á þessu plani í fjörugum leik. Söm er lyktin hér og þar, þungur sjávareimurinn blandast sterkum salt- og fiskiþef. Og þótt ströndin sé önnur og ólík, er það sami sjór- inn, sem tengir allar strendur. Seinna um daginn stend ég aftur í sandfjörunni í hellirigningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.