Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 59
KVEÐJUÁVARP FLUTT í RÍKJSÚTVARPIÐ
getið afkvæmi þessara eybornu
árstíða. Innra með okkur búa vor
Islands, vetur og sumur, ekki að-
eins þau hin fáu, er við höfum lif-
að, heldur einnig vetur, vor og
sumur langt fram úr öldum, arf-
ur, sem við ávöxtum í lífi okkar
og breytni, eftir því sem við erum
drengir til, hver og einn, og sem
líf okkar og breytni er ávöxtur af.“
En á ferðum okkar um landið
höfum við hjónin þó eins og eðli-
legt er, hvergi fundið eins til djúp-
stæðra tegnsla okkar við móður-
moldina eins og á ættarslóðum
konu minnar austur í Mýrdal og
á æsku- og ættarstöðvum mínum
austur í Reyðarfirði. Þar hafa
fleyg orð Stephans G. Stephans-
sonar orðið okkur að lifandi og
áhrifamiklum veruleika:
Og það er sem holtin sjálf hleypi
i mann þrótt,
þar hreystiraun einhver var
drýgð,
og svo er sem mold sú sé manni
þó skyld,
sem mæðrum og feðrum er
vígð.
Á ferðum okkar hér heima höf-
um við komið á ýmsa hina merk-
ustu sögustaði landsins, þar sem
við höfum heyrt þyt sögunnar í
lofti og raddir hennar hljóma í
eyrum. Á þeim stöðum hafa ljóð-
línur séra Matthíasar og sannindi
þeirra orðið okkur rík í huga:
Saga þín er saga vor,
sómi þinn vor æra,
tár þín líka tárin vor,
tignarlandið kæra.
129
Og þegar ég af sjónarhóli hinna
merkustu sögustaða lands vors hefi
rent augum yfir farinn veg þjóð-
ar vorrar, séð í svipmyndum bar-
áttu og sigurgöngu hennar, hefi ég,
með heitum þakkarhug, minnst
djúpsærra og markvissra orða Jóns
Magnússonar:
Því gat ei brostið ættarstofninn
sterki,
þótt stríðir vindar græfu aldahöf,
að fólk, sem tignar trúmennsk-
una í verki,
það tendrar eilíf blys á sinni
gröf.
Skáldið bregður hér birtu á það
grundvallaratriði, hvers vegna
þjóð vorri tókst að standa af sér
storma aldanna og ganga sigrandi
af hólmi úr aldalangri baráttu
sinni. Það var trúnaðurinn við hið
bezta í henni sjálfri, sem bar hana
fram til sigurs. Minnugur þess hef
ég bjargfasta trú á framtíð hinnar
íslenzku þjóðar, og á hæfileika
hennar til þess að sigrast á þeim
erfiðleikum, sem á vegi hennar
eru og kunna að verða í framtíð-
inni.
Þessi heimferð okkar hjónanna
hefir orðið okkur bæði framúr-
skarandi ánægjuleg og lærdómsrík
um margt. Hún verður okkur í
einu orði sagt, ógleymanleg. Og
það eigum við að þakka hinum
frábæru viðtökum, sem við höfum
átt að fagna allsstaðar hér heima
á ættjörðinni. Við þökkum forseta
íslands, ríkisstjóminni, og öðrum
opinberum aðilum, sæmd og vin-
semd af þeirra hálfu. Biskupi ís-