Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 19
HIÐ DULDA LÍF
89
að leitum hjartans leynda máls,
og látum orðin streyma sönn og frjáls!
Guð, sem það sá,
hve barnaleg þau yrðu metorð manns —
hvað mundi villa sýn á leiðum hans,
að hvers kyns ófrið magna mundi hér,
og mannsins eðli næstum breyta í sér —
að forða yrði innra manni hans
frá yfirborðisins síhvikula leik,
og lífsins köllun láta hann hlýða þar.
í djúpi sálar lífs vors elfu lét
hann líða fram á hennar eigin braut,
sem vanrækt er og ósýnilegt oss;
svo dulinn strauminn ekki gætum greint,
en gerðum okkur hugmyndina þá:
að mestu leyti í blindni að bærumst hér,
þótt beri hann oss til eilífðar með sér.
En oft, þar sem hér umferðin er mest,
svo oft í baráttunnar gný,
oss grípur þrá að geta öðlast sýn
vors grafna lífs og skilninginn á því,
og mega kröftum vorum verja í það
að vera að leita réttu marki að;
og hjartans leyndardóm
er löngun vor að kanna, er ákaft slær
og hugans öldur djúpt í brjósti ber —
að vita hvaðan lífið er og hvert það fer.
Um eigin hug þá margur leggur leið
í leit, sem aldrei takmarkinu nær.
Á ótal sviðum ganga vor var gerð
og geislar andans lýstu vora ferð,
en varla eina ofurlitla stund
á eigin braut, að værum þá við sjálf —
ei tilfinningar gátum leitt í Ijós,
sem lifa innst í brjósti sérhvers manns
og ætíð streyma í undirvitund hans.