Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 26
96 EIMREIÐIN Dómurinn — prósessinn — eru þær staðreyndir, sem fræðimaðurinn rýnir og les af grundvallarreglur. Við samanburð á dómum kemur í ljós, að atburðir, sem þeir fjalla um eiga sér samstöðu þannig að skyldir at- burðir leiða jafnan til skyldra lykta dóms óháð stað og tírna. Því fleiri dómum, sem hefur verið liugað að og niðurstöður þeirra athuganna þá borist til vitundar dómarans, þeim mun auðveldara er honurn gert að taka ákvörðun sína um dómsorðið. Slík upplýsingaöflun er á vegum fræðimanna, en hún hefur í framkvæmd allt annan tilgang að stefnu- miði en þann að greiða úr fyrir dómurum; stefnan er að sjóða uppúr lög- unum sem sögulegri og félagslegri staðreynd sjálfstætt hugtakakerfi i innbyrðis rökrænu samhengi og skilja það sem mest frá viljaákvörð- unum manna, sem afli, er ögri því sjálfstæði. Fræðimaðurinn vill vís- indi af því að þau mundu gera honum fært að öðlast sjálfsstaðfestu þrátt fyrir þá innrætingu, sem hann hefur orðið að sæta, og hann vinn- ur að því að innleiða determinisma í framkvæmd sem aðeins, ég ítreka, aðeins er gerð á þeim grundvelli, að allir sem að henni standa séu að- njótandi sem mest frjálsræðis í ákvörðunum sínum. Til grundvallar lögfræðinni sem fræðigreinar er samlífi manna. Um Jaað er ekki ályktað á einn eða annan hátt, eins og gert er hins- vegar í nafni félagsvísinda. Þvert á móti er gengið útfrá að algjör óvissa ríki í mannlegu samlífi; það er helber möguleikinn og frá sjónarmiði sjálfrar réttarvörzlunnar athæfi laganna. Tilskilið er með lagasetningu, að komi uppúr þessari deiglu kringumstæður af vissu tagi skuli þær hafa ákveðnar afleiðingar. Kringumstæðurnar geta verið breytilegar innbyrðis, en hafi þær til að bera visst sam- kenni knýr það — með tilstuðlan löggæzlumanna — lagasetninguna til virkni og veitir hinum mismunandi kringumstæðum í einskorðaða rás lagafullnustunnar. Lagaframkvæmdin er hátternisstjórn og stefnir í átt til aukinnar einhæfni. Með því að finna sjálfum lagasetningunum samkenni eru fundnar út meginreglur lögfræðinnar, og við þá út- leiðslu er stefnan enn liin sama. Og loks eru grundvallarreglur laga orðnar til með sama hætti. Hinsvegar á innræting laganemans hér stað með þveröfugum hætti. í námsbókum er rakin saga grundvallarreglu, svo framarlega sem hún er til innan þeirrar námsgreinar (saknæmisregla, augðunarregla), þá er sýnd samstaða þessarar reglu við atvik í glundroða mannlegs lífs. Reglan stendur ein og sér í sagnlegum ljóma og innilukt af latneskum sesamþulum. Pétur, sem hefur slegið Pál niður, er úrskurðaður sekur vegna jiess að saknæmisreglan tekur til atburðarins. Reglan sjálf á sér mjög virðulegan uppruna; hún er orðin til í Rómarveldi hinu forna, líkt og borgari þess stórveldis hafi fyrir einhverja handvömm örlaganna orðið ódauðlegur og nú séu rniðlar að reyna að finna lionum ríkis- fang í samtíðinni með því að sýna frammá að hann eigi að einhverju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.