Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 63
Heimsókn VESAASHJONANNA eftir Helga Sæmundsson Norræna húsið í Reykjavík hefur tekið upp þá lofsverðu menningarstarfsemi að bjóða hingað til lands ýmsum kunnum skáldum og rithöfundum frá hinum Norðurlöndunum tii þess að lesa úr verkum sínum. Þannig fengum við í fyrravetur tækifæri til að kynnast fjórum ungum dönskum skáldum, sem lásu úr verkum sínum í Norræna húsinu og finnskur bókmenntafræðingur kynnti þar með tveim fyrirlestrum verk finnskra skálda. f haust og í vetur verður framhald á þessari norrænu skáldakynningu, og hófst hún með heimsókn norsku skáldhjónanna Halldísar Moren Vesaas og Tarjei Vesaas, en síðar eru væntanlegir þeir Per Olov Sundman frá Svíþjóð, Johan Borgen frá Noregi og færeyski rithöfundurinn William Heinesen. Vesaashjónin lásu upp úr verkum sínum í Norræna húsinu dagana 10. og 11. september við mikla aðsókn og góðar undirtektir tilheyrenda. Fyrra kvöldið flutti Helgi Sæmundsson ritstjóri erindi um hjónin og gerði nokkra grein fyrir skáld- skap þeirra. Hefur Eimreiðin fengið góðfúslegt leyfi hans til þess að birta þetta erindi í heild og fer það hér á eftir. Bókmenntir landsmálsins í Noregi eru allt o£ ókunnar liér- lendis, enda þótt fagna beri því, að íslenzkaðar hafa verið nokkrar bækur eftir snjöllustu sagnaskáld þess, Ólaf Duun, Jóhann Falk- berget og Tarjei Vesaas. Það hrekkur eigi að síður helzt til skammt, þar eð valið hefur verið tilviljunarkennt og fátt komið í leitirnar. Er einnig raun, að íslenzkir lesendur kunna naumast skil á öðrum eins rithöfundum skyldustu nágrannaþjóðar og Kristófer Uppdal og Inge Krokann og hafa ekki komizt upp á lag með að tileinka sér landsmálið norska að ráði. Grunar mig, að þeir láti það gjalda þess að líkjast íslenzku mest af öllu mannamáli, sem talað er á jörð- unni. Hitt væri þó fremur við hæfi. Ljóðskáld landsmálsins munu þó enn verr sett um vinsældir og áhrif á íslandi. Raunar eru til á íslenzku þýðingar á kvæðum eftir Ivar Aasen, Ásmund Olafsen Vinje, Per Sivle og Árna Gar- borg, en íslendingar þekkja varla snillinga á borð við Ólaf Auk- rust, Ólaf Nygaard, Tore Örjasæter og Tor Jonsson, svo að ég nefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.