Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 50
ÞREYTT MOÐIR Smásaga eftir Svein Hovet Konan kom út á húströppurnar og fann ferskan morgunblæinn leika um sig. Þetta var árla dags. Hún staðnæmdist um stund og horfði hugfangin á fegurðina, sem mætti augum hennar. Þessi morgun var að sönnu eins og fjöl- margir aðrir morgnar, er hún hafði lifað um þennan árstíma, en þó var hann nýr. Hún minntist eins slíks morguns endur fyrir löngu. Þá höfðu þeir ekið heim til hennar líki bónda hennar, en fljótið hafði bundið enda á lífdaga hans. Eftir þetta var sem haustlitirnir hefðu. dýpri áhrif á hana, hinn fölnandil dauðalitur haustsins stóð hennij Ijósar fyrir hugskostsjónum en' fyrr. Inni í laufflekkjunum, sem fallið höfðu af trjánum, var sem' hún heyrði hvert haust harmræn-I an söng. Þá tók hún stundumj höndum fyrir brjóst sér og laut^ höfði, eins og hún vænti sér ein-J hvers örlagadóms. En leið hennar^ lá brátt inn í nýjan dag athafnaí og strits, og eftir þvf, sem tíminn. leið jókst haustfölvi hennar sjálf-^ rar. f Nú stóð hún þarna á tröppunum) drykklanga stund, enda þótt húni hefði í rauninni engan tíma til* þess að slæpast. Alls staðar var eitt- hvað, er beið hennar. Sinaber hönd hennar krepptist um höldu vatns- fötunnar. Hún var á leið að brunn- inum að sækja vatn. Þennan sama veg fór hún fram og aftur dag eftir dag og ár eftir ár, og fætur liennar hafa troðið slóð í túnið. Tröðin er eins og brúnleitt band, sem ligg- ur frá tröppunum að brunninum. Stundum verður henni hugsað til þess, hve mikill hluti lífs hennar er tengdur þessum brunnstig. Hún hefur aldrei komist lengra, en að þessum brunni. Hér er öll hennar gleði og öll hennar sorg troðin nið- ur í fátæklegan stiginn niður að vatnsbólinu. Hér hafði hún gengið snemma morguns, meðan aðrir sváfu og annríkið beið hennar framundan, og hér hefði hún geng- ið síðla kvölds, þegar aðrir höfðu lokið dagsverki sínu. En hver hafði veitt því eftirtekt, að þetta hafði kostað hana mikla orku, að vegur- inn var þungur og hún göngu- móð. Varla nokkur maður. Þegar hún gekk hér um með hinar þungu vatnsfötur, var Jrað einungis sem sjálfsagður hlutur, og þannig hlaut það að vera. Þetta var aðeins eitt af því, sem henni var áskapað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.