Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 74
144
EIMREIÐIN
nema þar eru keypt 1000 eintök og kemur engum þar í landi til
hugar , að frá henni verði horfið að fenginni reynslu.
Þetta mundi gerbreyta aðstöðu íslenzkra höfunda til að fá bækur
sínar gefnar út og sómasamleg höfundarlaun fyrir þær, jafnframt
því sem stórhækkaði risið á íslenzkri bókaútgáfu, þegar útgefendur
þyrftu ekki lengur að láta óvissuna um sölumöguleika fæla sig frá að
gefa út jafnvel hinar ágætustu bækur. Mest væri þó um vert, að
bókakostur safnanna yrði stórum íslenzkari, yxi að gæðum og efldi
lestrarþroska fólksins, sem söfnin eiga að þjóna.
íslenzka ríkið hefur um árabil keypt tiltekinn fjölda eintaka af
öllum dagblöðum landsins til að létta þeim róðurinn. Sambærileg-
ur stuðningur við bókmenntirnar er knýjandi nauðsyn.
2.
Frjáls samningsréttur um bókasafnsgjaldið.
Það er augljóst mál, að notkun íslenzkra ritverka án endur-
gjalds dregur úr sölu þeirra á bókamarkaðnum og veldur höfund-
um beinu fjárhagstjóni, sem er hreint ekki lítið. Ef söfn væru ekki
til og aðeins fimmti hver maður, sem nú hefur not bókar í söfnum,
keypti þó ekki væri nema eina bók á ári eftir íslenzkan höfund til
að bæta sér skaðann væri það tvöföldun á sölu bóka þeirra eða meira.
Fyrir þetta tjón eiga höfundar rétt á bótum frá samfélaginu. Ríkið
viðurkenndi loksins bótaréttinn með lögum frá 29. apríl 1967. En
eftir er að koma sér saman um sanngjamt hlutfall milli tjónsins
og tjónabótanna. Hingað til hefur ríkið skammtað höfundum það,
sem Alþingi gott þykir.
Löggjafinn telur lestrarfrelsi borgaranna svo mikilvægt, að
hann veitir þeim frjálsan aðgang að bókum í almenningssöfnum.
Þetta ber að virða. Hitt er rangt, að löggjafinn skuli ekki veita höf-
undum samningsfrelsi um greiðslu fyrir afnot af verkum þeirra,
um verklaunin. Hitt væri sök sér, þótt svo væri ákveðið, að aðilar
gætu lagt mál í gerð, ef samningar tækjust ekki með ríkinu og Rit-
höfundasambandinu, svo sem fordæmi eru fyrir í hliðstæðum til-
vikum.
3.
Greiðsla til höfunda fyrir efni í kennslubókum.
Á síðastliðnu ári skrifaði stjóm Rithöfundasambandsins for-
stjóra Ríkisútgáfu námsbóka og óskaði viðræðna um greiðslu fyrir