Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 45
FISKVEIDAR VIÐ SANDSTRÖNDINA 115 svo að óþarft er að orðlengja það. Sá er þó munurinn, að mökkur- inn frá vegunum á Jótlandi var hvítur; í öllu koma sérkennin í ljós. Jens segir okkur, að nú geri fólk sér það til gamans og tilbreyt- ingar að aka veginn gegnum skógræðslusvæðið á Tókaströnd, urn 10 kílómetra leið, til að sjá, hvernig malarvegur sé í raun og veru. Hann hvetur okkur til að gera slíkt hið sama og við tökum því ekki ólíklega, þar sem leiðin er sögð nýstárleg, en teljum fráleitt, að við gerum það vegarins vegna. Jens lætur einnig óspart í ljós, að stjórn- völd hafi létt stórum undir með fiskimönnum á ströndinni með því að láta malbika brautirnar alla leið niður í flæðarmál við fiskiþorp- in. Ég hef veitt því athygli, að flest sumarhúsin á Tókaströnd, og þau eru býsna mörg, standa reglulega á grasflesju milli greniskóg- arins mikla og sandfjörunnar. Nú spyr ég Jens Röge, hvort hér sé um tilviljun að ræða eða hvort ákveðnar reglur gildi um byggingu sumarhúsa. Hann svarar því til, að enginn megi reisa sumarbústað hér eða annars staðar, jafnvel í útkjálkahéruðum landsins, nema eftir ákveðnu skipulagi. Er framkvæmd þessa skipulags í höndum héraðsstjórnar eða landsnefndar? spyr ég. Þetta er í höndum ráðu- neytisins, svarar hann; sérstök nefnd hefur með þetta allt að gera. Hér á Tókaströnd má enginn reisa sumarbústað of nærri skóginum og heldur ekki of nærri fjörunni. Þess vegna er þetta skipulag á sumarbúðstöðum hér. Alger undantekning er Lyngbær, sem stend- ur í skógarjaðrinum, en hann er líka hálfrar aldar gamall og reistur áður en nokkur reglugerð varð til. Vafalaust fengizt hann ekki endurreistur á sama stað og sennilega mætti ekki breyta honum eða byggja við hann. En fiskveiðarnar eru aðaláhugamálið. Eru líkur til, að veiðar verði stundaðar í framtíðinni frá hafnlausri strönd Vestur-Jótlands eins og verið hefur um aldaraðir? Jens Röge er vantrúaður á það. Bátar stækka stöðugt, meira öryggis er sífellt krafizt og vélvæðing í uppskipun, meðferð og nýtingu aflans ryður sér æ meira til rúms, þar sem áður voru handtökin ein og mannaflið. En hvað tekur þá við? Nýjar fiskihafnir. Og þá erum við komin að Hanstholm eða Hanastaðahólma, eins og bærinn mundi heita á íslenzku. Sagan um Hanstholm og hafnargerðina þar er löng saga, og við erum öll sammála um, að önnur umræðuefni séu meira við hæfi þessa viðkunnanlegu kvöldstund hjá þeim Rögehjónum. En samt er Jens Röge þeirrar skoðunar, að við megum ekki far svo frá Lyngbæ, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.