Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 89
RITSJÁ
159
kennslubók í skólum í sambandi
við kennslu í almennri félags-
fræði. I. K.
Sveinn Scemundsson: í STRÍÐI
OG STÓRSJÓUM. Nýjar frásagn-
ir um íslenzka sjómenn á friðar- og
stríðstímum. Setberg.
Sveinn Sæmundsson blaðafull-
trúi Flugfélags íslands hefur hin
síðari ár látið allmikið að sér
kveða á ritvellinum og meðal ann-
ars skrifað nokkrar bækur um sjó-
sókn og sjómennsku, og hafa þær
hlotið vinsældir. Einnig er Sveinn
vel þekktur af þáttum er hann hef-
ur flutt í útvarpið, þar sem hann
hefur rætt við ýmsa sægarpa og
menn úr fleiri starfsgreinum.
Síðasta bók Sveins heitir í
stríði og stórsjóum og greinir þar
frá ýmsum atburðum í lífi og
störfum íslenzkra sjómanna, bæði
á friðartímum og þó einkum í síð-
ustu heimsstyrjöld.
Þó sumt af þeim atburðum, sem
þar er greint frá hafi borið fyrir
í fréttum á þeim tíma er þeir
gerðust, eru þeir nú mörgum
gleymdir, og þess vegna eru marg-
ar frásagnir í bókinni, ekki aðeins
upprifjun, heldur og merkar heim-
ildir um ýmsa örlagaríka atburði,
sem átt hafa sér stað í störfum ís-
lenzku sjómannanna á styrjaldar-
árunum, auk þess er margt dregið
fram í frásögnunum, sem hvergi
hefur verið sagt frá áður.
Lengsta og ýtarlegasta frásögnin
í bókinni er af flutningaskipinu
Arctic og áhöfn hennar, en þar
er rakin saga skipsins frá því er
það komst í eigu íslendinga og unz
það fórst við Löngufjörur á Snæ-
fellsnesi. Þessi þáttur nefnist Ör-
lagaþung varð Arctic, og er það
vissulega réttmæli. Þarna er brugð-
ið upp mörgum greinilegum
myndum af óhugnaði stríðsáranna,
greint frá tortryggni, misskilningi
og mannúðarleysi, svo sem bezt
kemur fram í frásögninni af hand-
töku Arctic-manna og vist þeirra
í fangabúðum Breta á Kirkju-
sandi.
Þó að hér hafi sérstaklega verið
getið frásagnarinnar af Arctic eru
engu siður athyglisverðir ýmsir af
öðrum þáttum bókarinnar, en þeir
eru alls 9. Meðal annars er þar ýt-
arleg frásögn af björgun manna á
vélbátnum Kristjáni, er árið 1940
hröktust í tíu sólarhringa í vélar-
vana bát um hávetur, og allir töldu
af; sagt er frá því er M/s Hekla
var skotin niður á leið til Ameríku
og ýmsum öðrum sjóslysum og
svaðilförum, bæði á friðar- og
stríðstímum. I. K.