Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 93
HUSIMÆÐISMALASTOFNUN
RÍKISINS AUGLÝSIR
*----------------------------------------'i
Húsnæðismálastjórn hefur ákveðið að veita á tímabilinu
1. október til 31. desember n.k. lánsloforð (fyrri hluta lán)
til þeirra einstaklinga, sem áttu hinn 17. þ.m. fullgildar
umsóknir hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins, innkomnar fyr-
ir 16. marz s.l., til íbúða, sem verða fokheldar á tíma-
bilinu 1. ágúst til 31. desember 1969. Lánsloforð þessi koma
til greiðslu frá og með 1. febrúar 1970. Húsnæðismála-
stjórn hefur einnig ákveðið að veita framkvæmdaaðilum í
byggingariðnaðinum, sbr. 1. nr. 21, 27. apríl 1968, láns-
loforð (fyrri hluta lán) til þeirra íbúða, sem þessir aðilar
gera fokheldar á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember 1969,
enda skili þeir vottorðum þar um til stofnunarinnar fyrir
árslok og tjái sig samþykka skilyrðum þeim fyrir lánum
þessum, er greinir í téðum lögum. Lánsloforð þessi verða
veitt á tímabilinu 1. október til 31. desember n.k., eftir því
sem hlutaðeigandi byggingar verða fokheldar, og koma til
greiðslu eftir 1. febrúar 1970.
Að gefnu tilefni skal tekið fram, að einstaklingar, sem eiga
óafgreiddar umsóknir um íbúðarlán, fá nú ekki skrifleg
svör við umsóknum sínum fyrr en lánsloforð eru veitt.
Hins vegar geta umsækjendur jafnan gengið út frá því, að
umsókn fullnægi skilyrðum, ef umsækjanda er ekki til-
kynnt um synjun eða skriflegar athugasemdir eru gerðar af
Húsnæðismálastofnuninni. Auk þess skal umsækjendum
bent á, að þeir geta að sjálfsögðu ætíð leitað til stofnunar-
innar með fyrirspurnir vegna umsókna sinna.
Reykjavík, 26. september 1969.
; ________________________________________
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS,
LAUGAVEGI 77, SÍMI 22453