Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 77
UMRÆÐUEFNl RITHÖFUNDAÞINGS 147 um er aukaatriði. Sömu röksemdir liggja því til grundvallar, að Rík- isútvarpið margfaldi fjárframlög til kaupa á bókmenntaefni — og þeim mun sterkari rök þó, sem það efni kæmi allt til flutnings í út- varpi eða sjónvarpi, en hlutur sinfóníuhljómsveitar í dagskránni hlýtur jafnan að vera fremur smávaxinn miðað við kostnað. Mjög æskilegt væri að koma á laggir bókmenntaráði með full- trúum frá útvarpi, sjónvarpi og Rithöfundasambandinu, sem hefði það hlutverk að fylgjast með og leggja á ráð um hlutdeild bók- mennta í dagskrá útvarps og sjónvarps. Engu væri spillt, þótt farið yrði að þessum ráðum í reynsluskyni, t. d. um tveggja ára skeið og kannað, hvort þau gæfust betur eða verr en stefnan, sem fylgt hefur verið við síhrakandi orðstír. 5. Höfundamiðstöð Rithöfundasambands íslands. í september 1967 opnuðu nokkrir sænskir rithöfundar skrifstofu, sem þeir kölluðu Författercentrum, en á íslenzku mætti heita Höfundamiðstöð. Hlutverk hennar er að vera tengiliður milli rit- höfunda og almennings: til hennar geta félög og stofnanir snúið sér, ef þau hafa áhuga á að fá rithöfunda til að lesa upp á fundum eða öðrum samkomum, menn til að hefja umræður um bókmennta- leg efni o. s. frv. Skrifstofan undirbýr dagskrár, sem hún hefur á boðstólum, gefur út örsmá ljóðakver, sem seld eru við vægu verði á mannfundum, gerir út sumarleiðangra, líkt og þegar hér er farið með list um landið. Það var eins og við manninn mælt. Skrifstofan fékk strax ærið verk að vinna. Stjórnvöld ríkis og borgar létu ekki upp á sig standa Þau buðust til að greiða skrifstofukostnað og laun skrifstofustúlku af fé sem ætlað er til vinnumiðlunar. Nú er Höfundamiðstöðin rekin undir yfirumsjón sænska rithöfundasambandsins (FLYCO) og gengur prýðilega. Rithöfundasamband íslands hefur mikinn áhuga á að koma á stofn slíkri höfundamiðstöð, en skortir til þess fjármagn enn sem komið er. íslenzka ríkið hefur um skeið gengist fyrir lítilsháttar bókmenntakynningu í skólum. En hún hefur verið of óskipuleg og án tengsla við bókmenntafræðslu skólanna. Ekkert væri eðlilegra en að heimsóknir höfunda í skólana væru fastir liðir í móðurmáls- fræðslu framhaldsskólanna að minnsta kosti, og mætti tengja þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.