Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 17
t'YKSTI LANDNEMINN 87 Auðvitað þykir mér vænt um að hafa pabba líka. En hann verður þó að ráða gerðum sínum, ef tækifæri býðst til að flytja héðan. — Þú ert hetja, Kormlöð. Alltaf dáist ég meira og meira að þér. Þú ert heil í ást þinni, þess vegna hefurðu kosið þetta fá- breytta líf í útlegð með mér á þessu afskekkta eylandi. — Við írar erurn heilir bæði í ást og hatri, en förum þar engan milliveg. Ef írsk kona ann manni, þá ann hún honum af heilum hug. — Mér finnst aðeins eitt skorta á hjá okkur. Það er að hafa einhverjar skepnur. Ég vildi að við ættum geit eða kú, svo að við gætum fengið mjólk handa barninu. Hér eru líka úr- valshagar fyrir skepnur og nógar síægjur. — Það er nú ekki til neins að tala um það, góði minn. Við för- um ekki á bátkænunni okkar yfir hafið. En við verðum að afla okkur þorskalýsis í suniar til að hafa nóg af því handa barn- inu í vetur, þegar mjólkin í mér fer að minnka. En hann hefur dafnað vel fram að þessu. — Já, jrú ert hraust Kormlöð og nægjusöm og elskuleg kona. Það hef ég alltaf vitað. Nú sáu þau mann koma sunn- an með vatninu. Hann hélt á sprekum í báðum höndum, en þau voru bundin saman með víðitágum. Þegar hann kom heim að bæn- um heilsaði hann hjónunum. — Þarna fannstu góð sprek, pabbi. Ég ætla að kveikja þegar upp í hlóðunum, og sjóða nýja silunginn og egg handa barninu. Viltu slægja silunginn fyrir mig, af því að Náttfari er með barnið? — Ég skal gera það. Annars tíndi ég saman mikið af sprek- um, sem ég sæki seinna. í holt- inu sunnan við vatnið er mikið af dauðum hríslum. Það verður góður eldiviður til vetrarins. Og svo fann ég eitt rjúpuhreiður. En hún bar sig svo illa, að ég tímdi ekki að taka eggin. Hann fór því næst að slægja silungana, en þau fóru inn með barnið. — Babbi lengi burtu, Babbi vera heima, sagði drengurinn og klappaði pabba sínum hlýlega á vangann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.