Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 17

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 17
t'YKSTI LANDNEMINN 87 Auðvitað þykir mér vænt um að hafa pabba líka. En hann verður þó að ráða gerðum sínum, ef tækifæri býðst til að flytja héðan. — Þú ert hetja, Kormlöð. Alltaf dáist ég meira og meira að þér. Þú ert heil í ást þinni, þess vegna hefurðu kosið þetta fá- breytta líf í útlegð með mér á þessu afskekkta eylandi. — Við írar erurn heilir bæði í ást og hatri, en förum þar engan milliveg. Ef írsk kona ann manni, þá ann hún honum af heilum hug. — Mér finnst aðeins eitt skorta á hjá okkur. Það er að hafa einhverjar skepnur. Ég vildi að við ættum geit eða kú, svo að við gætum fengið mjólk handa barninu. Hér eru líka úr- valshagar fyrir skepnur og nógar síægjur. — Það er nú ekki til neins að tala um það, góði minn. Við för- um ekki á bátkænunni okkar yfir hafið. En við verðum að afla okkur þorskalýsis í suniar til að hafa nóg af því handa barn- inu í vetur, þegar mjólkin í mér fer að minnka. En hann hefur dafnað vel fram að þessu. — Já, jrú ert hraust Kormlöð og nægjusöm og elskuleg kona. Það hef ég alltaf vitað. Nú sáu þau mann koma sunn- an með vatninu. Hann hélt á sprekum í báðum höndum, en þau voru bundin saman með víðitágum. Þegar hann kom heim að bæn- um heilsaði hann hjónunum. — Þarna fannstu góð sprek, pabbi. Ég ætla að kveikja þegar upp í hlóðunum, og sjóða nýja silunginn og egg handa barninu. Viltu slægja silunginn fyrir mig, af því að Náttfari er með barnið? — Ég skal gera það. Annars tíndi ég saman mikið af sprek- um, sem ég sæki seinna. í holt- inu sunnan við vatnið er mikið af dauðum hríslum. Það verður góður eldiviður til vetrarins. Og svo fann ég eitt rjúpuhreiður. En hún bar sig svo illa, að ég tímdi ekki að taka eggin. Hann fór því næst að slægja silungana, en þau fóru inn með barnið. — Babbi lengi burtu, Babbi vera heima, sagði drengurinn og klappaði pabba sínum hlýlega á vangann.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.