Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 34
104 EIMREIÐIN En við þjóðfélagskerfi sem byggir á öfgum í hverskonar mynd eru lítil skilyrði fyrir samfelldri framvindu þekkingaröflunar manna. Þann- ig er því háttað hér við lýðræði og blandað hagkerfi. Lýðræðinu fylgir, að samkvæmni kennisetninga er ókannað mál, og efnahagsöfgunum, að greind nemanda er miðuð við rými (capasitet) huga þeirra. Ónáttúru- legum gerfismíðum er þrykkt inn í huga nemenda á barnaskólastigi; unglingar á miðskólastigi verða að aðlaga sig að minnsta kosti þremur ósamræmdum hugmyndum um sannleikann; menntaskólanemar verða að leggja sig fram við að laga sig að þjóðfélagsháttum, sem liðu undir lok fyrir mörgum áratugum síðan — fólk á þeim aldri, þegar náttúr- legt eðli þess leggur hvað harðast að því, að það lagi sig að samtíma sín- um. Spurningin: til hvers? spurning um upprunaleik; löngunin eftir persónulegum kynnum og upplifun; þráin eftir samræmi; en fyrst og fremst orðin, sem barnið hefur frá upphafi lært að tengja frjóustu lífsnautn sinni, að sjá fyrir hugskotssjónum sínum óskiljanleikan breytast í skiljanlegan þátt í stærri heildarmynd, — orðin; til hvers? eru hunzuð. Nemandinn fær aldrei að vita til hvers hann lærir. Hann er neyddur til að taka í sig allskonar upplýsingar, sem flestar eru til orðnar fyrir þá ástæðu, að einhverjir menn einhversstaðar leituðu sér fullnægju við þessari sannannlegu þrá, að fá að vita til hvers. Þörf nemandans fyrir samhengi er nýdd niður með ómennskum hætti. Og oftast er hún lémögnuð orðin, löngu áður en námsferli hans lýk- ur, eða hún hefur skroppið saman og takmarkast við sérstakt svið. „Ef saltið deignar, með hverju á þá að salta það?“ Ég man afstöðu mína til sjöttu bekkinga í Menntaskólanum við Lækjargötu, þegar ég var sjálfur byrjandi þar. Framanaf gerði ég mér alls enga grein fyrir tilveru þeirra, svo fór að mótast með mér óljós hugmynd um háþróaða manngerð, sem í einu og öllu tilheyrði æðra þekkingarsviði. Hvernig ég yrði hlutgengur meðal slíkra útvalninga, gat ég ekki ímyndað mér og engan veginn líkur á að umskipti frá bekk til bekkjar hefðu að niðurstöðu slíka fullkomnun. Raunar hafði ég allsenga löngun til að ná því marki, heldur leit það sömu augum og ég leit menntun yfirleitt: það er bara svona. Ennfremur bar ég ekki virðingu fyrir neinum einstökum meðal efstu bekkinga, né ákveðinni manngerð eða kostum. Það var yfirskilvitleiki sjálfs stigsins, eins og það kom mér fyrir sjónir, sem vakti mér ógn og furðu. Nú veit ég, að þetta var mitt framlag til hins almenna drifafls þjóð- félagsins. Sú hylling, sem embætti er í augum þess, sem neðar stend- ur, knýr fram metnað hans og þar með viðurkenningu hans á kerfinu. í embættinu sjálfu er maður, sem gerir sitt ítrasta til að fela efa sinn á merkileik þess, svo að hann annarsvegar glati ekki þeirri trú, sem nú er orðin honum venja, hinsvegar stöðu sinni og þar með öryggi, sem komið er undir viðurkenningu hinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.