Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 46
116 EIMREIÐIS við skreppum ekki til Hanstholm og skoðum mannvirkin þar. Hann ítrekar þetta, þegar við kveðjum þau hjónin undir miðnætti. Hanst- holm verður arftaki allra þessara fiskiþorpa á sandströndinni, seg- ir hann. Hér verður bara baðstrandarlíf á sumrin í framtíðinni. Fiskveiðar frá hafnlausri sandströnd eru áreiðanlega hverfandi atvinnuvegur. Daginn eftir ökum við til Hanstholm, um 30 kílómetra leið. Veður er ekki ákjósanlegt fremur en fyrri daginn meðan á dvöl okkar í Lyngbæ stendur; þokuloft, svo að jaðrar við regn. En förin er lærdómsrík og færir okkur heim sanninn um marga merkilega hluti í sögu og athafnalífi Jótlands. Hanstholm er smábær á öxlinni miklu, sem Jótland rekur út í Norðursjó sunnan við Kveinstafaflóa, eða öllu heldur sunnan við smávoginn, Víkina, sem er framhald flóans. Er hann um 20 kíló- metra frá Thisted; 12 þúsund manna fornum hafnarbæ við Lima- fjörð. Öll vesturströnd Jótlands, frá Skaga suður að landamærum Þýzkalands er um 400 kílómetra löng, og á allri þessari miklu strand- lengjulengju er aðeins ein stór höfn, Esbjerg, en hún er sunnar- lega á ströndinni. Erfitt hefur verið um hafnargerðir á þessari strönd, þótt nokkrar smærri hafnir hafi verið gerðar á stöku stað, og þá fyrst og fremst fiskihafnir. Langt er síðan Jótar norðan Limafjarðar tóku að impra á því, að nauðsynlegt væri að gera fullkomna fiski- og útflutningshöfn á vesturströnd Norður-Jótlands. Þannig komst Hanstholm til sög- unnar. Fljótlega fengu menn augastað á þessum litla bæ á rim- anum milli Norðursjávar og Limafjarðar sem verðandi hafnarborg. Og þegar við ökum og göngum um bæinn, dylst okkur ekki, að margt er hér í vonum og miklar framkvæmdir á döfinni. Stórvirkar vélar og kranar trjóna við sjóinn, ný hverfi eru í smíðum uppi á hæðinni, og sum húsin standa tilbúin og bíða eftir íbúunum. Hanst- holm er bær, sem verður byggður eftir skipulagi frá grunni. Þetta er bær, sem hrópar á fólk, og bæjaryfirvöld hér gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að fá fólk til að flyjast hingað. Stærsta auglýsingin var virðuleg athöfn í bænum, þegar fiskihöfnin var formlega tekin í notkun fyrir aðeins tíu dögum. Sjálfur Danakóngur opnaði höfnina með ræðu, og ráðherrar og ýmsir fyrirmenn komu með fríðu föru- neyti hvaðanæva að úr landinu. En hverfum nú aftur til sögunnar. Saga Hanstholm er saga þraut- seigju og baráttu, ósigra og sigurvissu. Inn í hana fléttast stjórnmála-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.