Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 16
86 EIMREIÐJN Frá þessum atburði voru nú liðin tvö ár. Þau höfðu byggt sér lítinn bæ uppi í Reykjadal og búið hér síðan. Þarna höfðu þau valið sér bústað vegna veið- innar í vatninu vetur og sumar. En nú voru þau ekki aðeins þrjú í litla torfbænum í Hvamm- inum. Nú voru þau fjögur. Fyrir einu ári hafði Kormlöð fætt þeim son. Þessum fyrsta inn- fædda íslendingi var innilega fagnað. Faðir hennar hafði tekið á móti barninu og skírt það, því að þau Kormlöð og hann voru kristin. Náttfari lét það gott heita, þó að hann væri Ásatrúar. Dálítið hafði verið erfitt með nægilega fjölbreyttan mat und- anfarna vetur. Þó höfðu þau haft selakjöt, harðfisk, þorskalýsi og silung, bæði hertan reyktan og nýjan, söl og fjallagrös. En eldi- við var hægt að fá nægan úr skógunum, og var því jafnan nokkuð hlýtt í litla torfbænum. Allt þetta flaug í gegnum huga Náttfara, meðan hann hélt fram skógarhlíðina þennan vormorg- un. Tveggja ára saga þeirra lifði og hrærðist í huga hans. Fram undan sást nú litli torf- bærinn í fögrum hvammi. Þar beið Kormlöð hans með litla drenginn. Veggir og þak húss- ins var hvorttveggja grænt og samlitt umhverfinu. Það bar því ekki mikið á þessum fyrsta bóndabæ á íslandi. Úti fyrir tók Kormlöð glað- lega á móti honum með kossi. En drengurinn teygði út litla liand- legginn í áttina til hans. Hann lagði þá frá sér körfuna við hús- vegginn og tók drenginn í fang- ið. — Þú hefur veitt lítið í dag, góði minn. — Já, netið var flækt í annan endan. En ég fann andarhreiður. — Það var gott. Ég ætla að sjóða egg handa dregnum. Hann er orðinn leiður á silungnum. — Já, gerðu það, væna mín. En hvar er pabbi þinn? — Hann gekk hérna suður fyr- ir vatnið til að tína sprek í eld- inn. — Segðu mér eitt, Kormlöð. Er föður þínum farið að leiðast hér hjá okkur? — Ég er hrædd um, að hann þrái heim til írlands, þó að hann minnist lítið á það. En þó að tækifæri bjóðist vill hann ekki fara, nema ég komi með honum. Ég er einkabarn hans eins og þú veizt. — Já, það er eðlilegt, að hon- um þyki dauflegt hér. Og lítil er von um skipskomu hingað. En oft hef ég dáðst að pabba þín- um að vilja leggja með okkur út í þetta ævintýri. — Okkur hefur liðið vel hér, Náttfari. Hér hef ég lifað mínar sælustu stundir. Mér er nóg að hafa þig og drenginn hjá mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.