Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 16

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 16
86 EIMREIÐJN Frá þessum atburði voru nú liðin tvö ár. Þau höfðu byggt sér lítinn bæ uppi í Reykjadal og búið hér síðan. Þarna höfðu þau valið sér bústað vegna veið- innar í vatninu vetur og sumar. En nú voru þau ekki aðeins þrjú í litla torfbænum í Hvamm- inum. Nú voru þau fjögur. Fyrir einu ári hafði Kormlöð fætt þeim son. Þessum fyrsta inn- fædda íslendingi var innilega fagnað. Faðir hennar hafði tekið á móti barninu og skírt það, því að þau Kormlöð og hann voru kristin. Náttfari lét það gott heita, þó að hann væri Ásatrúar. Dálítið hafði verið erfitt með nægilega fjölbreyttan mat und- anfarna vetur. Þó höfðu þau haft selakjöt, harðfisk, þorskalýsi og silung, bæði hertan reyktan og nýjan, söl og fjallagrös. En eldi- við var hægt að fá nægan úr skógunum, og var því jafnan nokkuð hlýtt í litla torfbænum. Allt þetta flaug í gegnum huga Náttfara, meðan hann hélt fram skógarhlíðina þennan vormorg- un. Tveggja ára saga þeirra lifði og hrærðist í huga hans. Fram undan sást nú litli torf- bærinn í fögrum hvammi. Þar beið Kormlöð hans með litla drenginn. Veggir og þak húss- ins var hvorttveggja grænt og samlitt umhverfinu. Það bar því ekki mikið á þessum fyrsta bóndabæ á íslandi. Úti fyrir tók Kormlöð glað- lega á móti honum með kossi. En drengurinn teygði út litla liand- legginn í áttina til hans. Hann lagði þá frá sér körfuna við hús- vegginn og tók drenginn í fang- ið. — Þú hefur veitt lítið í dag, góði minn. — Já, netið var flækt í annan endan. En ég fann andarhreiður. — Það var gott. Ég ætla að sjóða egg handa dregnum. Hann er orðinn leiður á silungnum. — Já, gerðu það, væna mín. En hvar er pabbi þinn? — Hann gekk hérna suður fyr- ir vatnið til að tína sprek í eld- inn. — Segðu mér eitt, Kormlöð. Er föður þínum farið að leiðast hér hjá okkur? — Ég er hrædd um, að hann þrái heim til írlands, þó að hann minnist lítið á það. En þó að tækifæri bjóðist vill hann ekki fara, nema ég komi með honum. Ég er einkabarn hans eins og þú veizt. — Já, það er eðlilegt, að hon- um þyki dauflegt hér. Og lítil er von um skipskomu hingað. En oft hef ég dáðst að pabba þín- um að vilja leggja með okkur út í þetta ævintýri. — Okkur hefur liðið vel hér, Náttfari. Hér hef ég lifað mínar sælustu stundir. Mér er nóg að hafa þig og drenginn hjá mér.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.