Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 57
lyre og slagtöj 127 Ljóðaúrvalið og ritstjórn bókarinnar önnuðust rithöfundarnir Hanne Kaufmann, en hún starfar í skrifstofu danska rithöfundafé- lagsins, og Tage la Cour, varaformaður félagsins. Bókin er gefin út af danska rithöfundafélaginu í samvinnu við Lademanns-for- lag, sem er eitt stærsta bókaforlag í Danmörku um þessar mund- ir. Mjög er til bókarinnar vandað á allan hátt. Hún er prentuð á þykkan og góðan pappír, en mörg af ljóðunum eru myndskreytt og eru sumar myndirnar í litum og taka yfir heilar síður í bók- inni. Alls eru það rúmlega 30 danskir myndlistarmenn, sem lagt hafa hönd að verki við skreytingu þessarar hátíðarútgáfu. Bókin er aðeins gefin út í 1200 eintökum og eru þau öll tölusett. I sambandi við afmæli rithöfundafélagsins danska var félaginu vottuð margvísleg sæmd bæði af hinu opinbera og öðrum aðilum. Því bárust mikill fjöldi árnaðaróska og margar góðar gjafir; þar á meðal gjafir frá rithöfundasamtökunum í Finnlandi, Færeyjum, Islandi, Noregi og Svíþjóð, og einnig frá ýmsurn aðilum í Dan- mörku, t. d. 10 þúsund krónur danskar frá félagi bókaútgefenda og 5 þúsund krónur frá Gyldendals-forlagi. Lokasamkvæmi afmælishátíðahaldanna var haldið í Royal- Hóteli sunnudaginn 18. maí og bar því upp á áttræðisafmæli Gunn- ars Gunnarssonar skálds, og var þess einmitt minnzt við þetta tæki- færi. Til samkvæmis þessa var boðið um 250 manns, þar á meðal ýmsum af eldri rithöfundum, sem verið hafa í félaginu um áratugi. Var elzti veizlugesturinn 91 árs. Það var skáldkonan Adda Ravn- kjær og minntist hún þess að hafa fyrst komið á fund í rithöfunda- félaginu árið 1911 og hafi þá aðalræðuskörungur dagsins verið sjálfur Georg Brandes. Þarna gafst því tækifæri til upprifjunar gamalla minninga, og þessa glöðu kvöldstund blandaði eldri og yngri skáldakynslóðin geði, eins og aldursmörk væru máð brott. I.K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.