Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 57

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 57
lyre og slagtöj 127 Ljóðaúrvalið og ritstjórn bókarinnar önnuðust rithöfundarnir Hanne Kaufmann, en hún starfar í skrifstofu danska rithöfundafé- lagsins, og Tage la Cour, varaformaður félagsins. Bókin er gefin út af danska rithöfundafélaginu í samvinnu við Lademanns-for- lag, sem er eitt stærsta bókaforlag í Danmörku um þessar mund- ir. Mjög er til bókarinnar vandað á allan hátt. Hún er prentuð á þykkan og góðan pappír, en mörg af ljóðunum eru myndskreytt og eru sumar myndirnar í litum og taka yfir heilar síður í bók- inni. Alls eru það rúmlega 30 danskir myndlistarmenn, sem lagt hafa hönd að verki við skreytingu þessarar hátíðarútgáfu. Bókin er aðeins gefin út í 1200 eintökum og eru þau öll tölusett. I sambandi við afmæli rithöfundafélagsins danska var félaginu vottuð margvísleg sæmd bæði af hinu opinbera og öðrum aðilum. Því bárust mikill fjöldi árnaðaróska og margar góðar gjafir; þar á meðal gjafir frá rithöfundasamtökunum í Finnlandi, Færeyjum, Islandi, Noregi og Svíþjóð, og einnig frá ýmsurn aðilum í Dan- mörku, t. d. 10 þúsund krónur danskar frá félagi bókaútgefenda og 5 þúsund krónur frá Gyldendals-forlagi. Lokasamkvæmi afmælishátíðahaldanna var haldið í Royal- Hóteli sunnudaginn 18. maí og bar því upp á áttræðisafmæli Gunn- ars Gunnarssonar skálds, og var þess einmitt minnzt við þetta tæki- færi. Til samkvæmis þessa var boðið um 250 manns, þar á meðal ýmsum af eldri rithöfundum, sem verið hafa í félaginu um áratugi. Var elzti veizlugesturinn 91 árs. Það var skáldkonan Adda Ravn- kjær og minntist hún þess að hafa fyrst komið á fund í rithöfunda- félaginu árið 1911 og hafi þá aðalræðuskörungur dagsins verið sjálfur Georg Brandes. Þarna gafst því tækifæri til upprifjunar gamalla minninga, og þessa glöðu kvöldstund blandaði eldri og yngri skáldakynslóðin geði, eins og aldursmörk væru máð brott. I.K.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.