Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 37
háskólabréf frá lacanema 107 félagstengsl með frjálslegum samskiptum við stúdentana. Þannig nytu þeir að staðaldri samskipta við yngra fólk óþvingaðir af þeim tvískinn- ungi, sem embættisstaða úti í þjóðfélaginu leggur almennt á menn. Og nemendur nytu samskipta við menn, sem störfuðu samfellt að íhugun hlutlægra fyrirbæra. Á Islandi er vald stjórnmálamanna mikið. Þess vegna er meira en meðalnauðsyn, að fyrirlestrahald sé ,,hreint“, að kennsla almennt sé sem málefnalegust og að almenningur hafi sem greiðastan aðgang að mönnum, sem leggja sig fram um fölskvalausa miðlun upplýsinga. Armann, ég viðurkenni að ég fann oft á tíðum til hræðslu undir fyrirlestrum þessa vetrar. Og sú baráttuhvöt, sem þá vaknaði jafnframt, kom í veg fyrir að ég ánetjaðist efninu. Hefði ég brugðist við eins og eðlið bauð mér, hefði ég annaðhvort verið fluttur burt í böndum eða verið vikið úr skóla. Hvorugt var æskilegt eins og aðstæður voru. Og milli okkar var ekkert talsamband. Þess vegna varð úrkosturinn sjálfsbæl- ing. Þann úrkost hafa fleiri valið. Hinn dæmigerði maður innan skól- ans er fámáll, einsýnn, fáfróður um málefni utan síns fags. Ræðir hinsvegar sína grein jafnan glottandi. Umsögn eins þeirra: „Drifafl mitt að prófum er, að nái ég þeim gefst mér tækifæri til að líta niðurá þá, sem á etftir mér eru.“ Þessi karakter er skapaður af þeirri óbrúuðu gjá, sem er milli kennara og nemenda. Einhverskonar stjórnmálafélög eru innan skólans; tveggja flokka kerfi, sem í raun er endurskin vinstri og hægri sinnaðra stjórnmála- stefna þjóðfélagsins. Fundarefni þeirra eru deilur um orðalag, nefnda- skipun og önnur formsatriði; fundirnir virðast fremur til þess ætlaðir að fullnægja þeirri sameiginlegu þörf einstakra sjálfsdýrkenda að fá tækifæri til að dvelja í ræðustól gagnvart áheyrendum, lieldur en liitt að koma á framfæri málefni og afla því fylgi með rökstuðningi. Fundir þessara félaga eru jafnan fámennir og setnir sömu mönnum; málgögn félaganna, Vaka og Stúdentablaðið, eru að efni til barnaleg háðskrif um flokksandstæðinga, gjörokuð 'af stílbrigðum leiðara dagblaðanna, ennfremur skrif um hagsmunamál stúdenta, þar sem eru námslán, en ef ekki námslán, þá hjónagarður. Háskólinn er byggður og rekinn með fyrir augum upplýsinagmiðl- un með fyrirlestrahaldi um hin ýmsu fræði. Önnur starfsemi, svo sem ránnsóknir, verklegt nám og bókamiðlun byggist á slíkum kjarna. Þar sem fyrirlestur er aðferð til miðlunar almennra (átoríséraðra) sanninda, virðast í fljótu bragði allir vafnigar vera til trafala og óper- sónulegur blær á innréttingu staðarins, jafnt sem framkomu prófessor- anna, vera í samræmi við tilganginn. Svo er þó ekki. Háskólabyggingar í Oxford og Eton eru að vísu drungalegar í inn- viðum sínum; miklir og djúpir skuggar, steinfletir án tilbrigða og dökk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.