Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 46

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 46
116 EIMREIÐIS við skreppum ekki til Hanstholm og skoðum mannvirkin þar. Hann ítrekar þetta, þegar við kveðjum þau hjónin undir miðnætti. Hanst- holm verður arftaki allra þessara fiskiþorpa á sandströndinni, seg- ir hann. Hér verður bara baðstrandarlíf á sumrin í framtíðinni. Fiskveiðar frá hafnlausri sandströnd eru áreiðanlega hverfandi atvinnuvegur. Daginn eftir ökum við til Hanstholm, um 30 kílómetra leið. Veður er ekki ákjósanlegt fremur en fyrri daginn meðan á dvöl okkar í Lyngbæ stendur; þokuloft, svo að jaðrar við regn. En förin er lærdómsrík og færir okkur heim sanninn um marga merkilega hluti í sögu og athafnalífi Jótlands. Hanstholm er smábær á öxlinni miklu, sem Jótland rekur út í Norðursjó sunnan við Kveinstafaflóa, eða öllu heldur sunnan við smávoginn, Víkina, sem er framhald flóans. Er hann um 20 kíló- metra frá Thisted; 12 þúsund manna fornum hafnarbæ við Lima- fjörð. Öll vesturströnd Jótlands, frá Skaga suður að landamærum Þýzkalands er um 400 kílómetra löng, og á allri þessari miklu strand- lengjulengju er aðeins ein stór höfn, Esbjerg, en hún er sunnar- lega á ströndinni. Erfitt hefur verið um hafnargerðir á þessari strönd, þótt nokkrar smærri hafnir hafi verið gerðar á stöku stað, og þá fyrst og fremst fiskihafnir. Langt er síðan Jótar norðan Limafjarðar tóku að impra á því, að nauðsynlegt væri að gera fullkomna fiski- og útflutningshöfn á vesturströnd Norður-Jótlands. Þannig komst Hanstholm til sög- unnar. Fljótlega fengu menn augastað á þessum litla bæ á rim- anum milli Norðursjávar og Limafjarðar sem verðandi hafnarborg. Og þegar við ökum og göngum um bæinn, dylst okkur ekki, að margt er hér í vonum og miklar framkvæmdir á döfinni. Stórvirkar vélar og kranar trjóna við sjóinn, ný hverfi eru í smíðum uppi á hæðinni, og sum húsin standa tilbúin og bíða eftir íbúunum. Hanst- holm er bær, sem verður byggður eftir skipulagi frá grunni. Þetta er bær, sem hrópar á fólk, og bæjaryfirvöld hér gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að fá fólk til að flyjast hingað. Stærsta auglýsingin var virðuleg athöfn í bænum, þegar fiskihöfnin var formlega tekin í notkun fyrir aðeins tíu dögum. Sjálfur Danakóngur opnaði höfnina með ræðu, og ráðherrar og ýmsir fyrirmenn komu með fríðu föru- neyti hvaðanæva að úr landinu. En hverfum nú aftur til sögunnar. Saga Hanstholm er saga þraut- seigju og baráttu, ósigra og sigurvissu. Inn í hana fléttast stjórnmála-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.