Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 5

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 5
málefni rithöfunda 69 seldri bók. Þessi upphæð nam á s. 1. ári rúml. 19 millj. kr. af inn- lendum bókum. Þessi upphæð er að meginhluta arður af störfum ís- lenzkra höfunda, og rithöfundar telja óeðlilegt, að ríkið hagnist á þennan hátt á bóksölu, meðan svo er ástatt, að nær ógerningur er fyrir þá sjálfa að gefa sig að ritstörfum. Flutningsmenn þessarar Jringsályktunartillögu leggja því til, að söluskattur af bókum renni til höfundanna sjálfra sem viðbótarrit- laun. Þessara viðbótarritlauna skulu einnig njóta höfundar þeirra fræði- rita, sem til menningarauka horfa fyrir þjóðina, enda eru ritlaun fyrir slíkar bækur engu hærri en fyrir skáldverk. Ber að líta á slíka greiðslu í formi viðbótarritlauna sem framlag, er muni skila sér margfaldlega í öflugu bókmennta- og menningarstarfi. Menntamálaráðuneytið setji reglugerð unr þann hátt, er hafður yrði á um slíkar viðbótargreiðslur til bókahöfunda. Þess má geta, að í lögum um söluskatt felst viðurkenning á því, að ríkið skuli ekki liagnast á starfi listamanna með þessum hætti, þar eð sala listamanna á eigin verkum er undanþegin söluskattsskyldu. Sambandi bókahöfunda og lesenda er vart unnt að halda uppi miliiliðalaust. En með því að fara þá leið, sem hér er lagt til, gæti ríkið að nokkru komið til móts við rithöfunda á sama hátt og það gerir nú við t. d. myndlistarmenn, sem aðstöðu hafa til að selja verk sín sjálfir.“ Ekki er vitað, hver afdrif þessarar þingsályktunartillögu verða, en þegar þetta er ritað hefur hún ekki komið til umræðu á þinginu. Það hefur þó komið fram hjá fjármálaráðherra, að öll söluskatts- málin séu til endurskoðunar hjá ríkisstjórninni, og á meðan telji hann ekki fært að taka neina einstaka þætti þeirra út úr til sérstak- rar afgreiðslu. I. K.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.