Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 6

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 6
Þrjú Ijófl Eftir Hrafn Gunnlaugsson RÁFAÐ INN í KIRKJU Á SUNNUDAGS- MORGNI í STOKKHÓLMI Faðmar mig flauta og fiðlubogi mildur strýkur þreyttar taugar og súlur. Klingjandi hugsanir hljóðna í umturna huga. Flæða tónar í auðmýkt og fylla hvern hræddan krók og kima. Handan hlátra — hnípinn á hörðum bekknum með löðrandi nóttina storkna froðu í munnvikum og vínið af barnum bragðvondan keim í munninum. Af öllu hjarta syngur hvelfingin um ævintýri og gylltar myndir rísa í kórnum og krjúpa við grátur. Opinberast eins og Ijóð; þar tala stjörnur biðja herskarar ilmar mirra og reykelsi. Handan hlátra — á hörðum bekknum faðmar mig flauta og fyllir augu mín máttvana tárum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.