Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Síða 29

Eimreiðin - 01.09.1971, Síða 29
minning um nonna 93 „Heitir þú ekki Friðrik?“ Hinn játti því, en spurði svo, hvort þetta væri Nonni. Þetta voru þá bræður, og höfðu þeir ekki sézt, síðan báðir voru drengir norður á Akureyri, en Friðrik hafði lengi verið búsettur í Canada og var orðinn frægur listmálari. Ekki treysti ég mér til að lýsa kveðjum þeirra bræðra, en mig kvöddu þeir nreð virktum, báðu mér alls góðs, og Nonni kyssti mig á ennið og krossaði yfir mig. I þessu sambandi vildi ég bæta smásögu við: í júlí sumarið 1953 fórum við hjónin norður til Akureyrar. Þá sáum við eitt sinn aug- lýsingu frá Ferðafélagi Akureyrar um, að larið yrði þá um kvöldið út í Hörgárdal undir leiðsögn kunnugs manns, og drifum við okkur með. Komið var að Skriðu og okkur bent á tvö tré, sem sagt var, að Jónas Hallgrímsson hafi gróðursett. En annað minnisstæð- ara atvik úr þessari ferð leitar sífellt á hugann. Hópurinn stóð á hlaðinu á Möðruvöllum og hlustaði á séra Sig- urð Stefánsson segja sögu staðar og sveitar. Þá sagði hann okkur söguna sent hér fer á eftir, og ég held, að ég muni hana orðrétta. Séra Sigurði sagðist svo frá: „Ég stóð hérna á hlaðinu fyrir nokkrum árum í sörnu erindum og nú, en þá voru áheyrendur mínir útlendir. Þegar ég benti á Skipalón (bæjarnafn þar í sveit) kom einn af áheyrendum mínum, ung stúlka, þýzk og spurði mig á sínu máli: ,,Er það ekki þar, sem Nonni átti einu sinni heima?“ Er ég játti því spurði hún: ,,Má ég kyssa yður fyrir hann Nonna?“ og það gerði hún. Þegar ég spurði hana, hvort hún hefði þekkt Nonna, sagðist hún hafa lesið allar bækur hans og bætti við með stolti Þjóðverjans: „Ég væri ekki rétt uppalinn Þjóðverji, ef ég hefði ekki lesið bækurnar hans Nonna.“ Þannig fórust séra Sigurði orð, og í mínum liuga var það stór- atburður að ltafa verið einn af álieyrendum séra Sigurðar Stefáns- sonar á lilaðinu á Möðruvöllum þetta júlíkvöld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.