Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 41

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 41
meistarinn 105 „Hækkar nú hagur Strintu," segir sá fyrsti. „Bragð er að þá barnið finnur," segir annar. „Ekki er ráð nema í tímann sé tekið," segir sá þriðji. Nú var röðin komin aftur að þeim fyrsta og liann sagði: „Egill barðist tvisvar við ellefu og einu sinni við átta og er þess ekki getið að hann hafi æpt að mönnum ofan- af skúrþökum.“ Annar var í bláum samfestingi með járntölum; langur uppmjór maður með lág vaðstígvél á öðrum endanum og gráírótta derhúfu á hinum, sagði undan liúfunni við þann þriðja: „Lát grön sía, sonur." Hinn hnerraði tóbakinu. „Hann ætlar að hanga þurr.“ Sonurinn hrækti í allar áttir tóbakshroðanum sem hann hafði bakkfírað m'eð hnerra niðrí kverk- ar sér. Loks kom hann upp orði og sagði: „Ojá.“ „Það er nefnilega það,“ sagði fað- irinn og tölurnar á samfestingn- um hans leiftruðu í sólinni. Meðan þeir töluðu hafði fólkið sigið frá felustöðum sínum til þeirra eins og fyrir aðdráttarkraft. Sumir voru á leiðinni, aðrir voru komnir. Svo stóðu allir í þvögu bakvið skúrinn eins og fyrr, en nú grúfði þögn yfir hópnum. Fólk- ið bara hýmdi þarna rétt si svona eins og hross sem snúa höm gegn veðri. Þá sagði kerlingin skjálga: „Þetta var áreiðanlega hann Kjart- ann.“ „Hvaða Kjartan?“ „Hann Kjartan sem smíðaði kamarinn að Ási,“ sagði kerlingin. En enginn sinnti kerlingunni. „Þennan sem aldrei lak,“ sagði kerlingin. En enginn sinnti henni að h'eldur. Fólkið bara stóð og stóð. Einhver bryddaði á því að lík- lega fengju þeir ekki mikið frammí firði í þessu veðri. Eitthvað liðk- aðist um málbeinið á fólkinu við þessa athugasemd. Það ræddi um stund gæftir og hverjir bátar væru úti, úr hópnum greiddist svolítið og nokkrar konur settust á jörð- ina. Svo slummaði niðrí því aftur. Maðurinn í bláa samfestingn- um sagði uppúr þögn: „Ég finn reykjarlykt." Strax sagði sá sem við lilið hans stóð: „Maðurinn var brjálaður." „Hringaband," sagði annar. „Kolvitlaus,“ sagði sá þriðji. Haftið hafði losnað af málb'eini fólksins; hver fyrir sig gerði sína athugasemd um sálarástand meist- arans: „vitfirrtur, sinnisveikur, geggjaður, geðveikur, tjúllaður, klikkaður, ruglaður, örvita, vit- stola, hamstola, óráðssýja, bull, þvættingur, guðlast, klám, djöila- dýrkun — og ýmsar fleiri athuga- semdir lét fólkið í ljósi. „Aldrei séð geggjaðri mann,“ sagði náttúrumikli maðurinn. En greinilega gat engin umræða

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.