Eimreiðin - 01.09.1971, Síða 50
114
EIMREIÐIN
af að salla henni í þig, ofaná allt
gamla torfið.
Garibaldi: Fár er i senn forn og
ungur, 'enda hef ég nú aldrei vitað
mikið útí bókmenntir, hvorki
gamlar né nýjar, annað með þig,
fyrrverandi ritstjóra og ritskýr-
anda, ættir að geta slett skyrinu.
Og ert svo hrifinn, eða hvað?
Sakarías: Hrifinn og hrifinn
ekki, það er smekksatriði. En sag-
an er á margan hátt frumlega
byggð, fersk og hressileg í fram-
s'etningu í einu orði sagt, nýstárleg.
Ekkert andskotans e-pú, i-hi, jir-
jór, jamm og jæja eins og gömlu
skarfarnir skripla á í þúsund varía-
sjónum. Nú skaltu hlusta: „Hann
'er loðinn á hausnum, en snoðinn í
klofinu. Glápir mikið á berlærur
og dreymir um nauðganir, þegar
djöfullinn hnippir í hann. Tröll-
aukinn graðhestur og öskur í blóð-
inu.“
Garibaldi sýgur pípuna ívið fast-
ar en fyrr, svo að andlit hans, sem
aldrei hefur brosfellt verið, stirðn-
ar ögn meir 'en áður, að öðru leyti
virðist hann ekki veita upplestr-
inum neina athygli.
Nú, þú segir bara ekkert, verður
Sakaríasi að orði. En hér er sleg-
inn nýr tónn, þar sem graðhestur-
inn er í fyrsta sinn settur inní róm-
aninn s'em symból, hvorki sem epik
eða realismi eins og hjá Grieg.
Garibaldi: Það er rnikil skepna
graðhesturinn, segja Húnvetning-
ar, enda eru þeirra giaðfolar úr
gulli. Að svo mæltu rís liann úr
sæti, slær úr pípukóngnum í ösku-
skál, sem stendur á matborðinu og
gengur þ'egjandi til dyra. Slíkum
durtshætti unir Sakarías ekki vel,
þess heldur sem liann lumar á
nýrri frétt og langar til að sjá
áhrif hennar á vistfélaga sinn.
Kallar: Nei, bitti nú, livaða bölvað-
ur asi er þetta á þér maður? Það
er kornin ný vistkerling í Suður-
álmuna. Hún kvað lieita Sólbjört
og vera að austan. Þú hlýtur að
kannast við hana? Þegar Garibaldi
h'eyrir nefnda Sólbjörtu kemur
stanz á hann, snýr sér við á þrösk-
uldinum og horfir um stund fjar-
rænum augum á fregnberann, fatt-
an í baki og brosleitan, veifandi
Silfursokka. Anzar þó engu orði,
lokar dyrunum og fer sína leið.
Nú, nú, hvað andskoti er karl-
inn fúll, tautar Sakarías fyrir
munni sér í hálfum hljóðum.
Skyldi Pjakkur nú vera að gera
hann kolvitlausan?
Hvern kallarðu Pjakk? segir
Magga, sem er að bera af borðinu
matarílát og áhöld. Ertu ekki sjálf-
ur mesti pjakkurinn?
Sakarías rásar um gólfið af enda
og á, lilær hátt og segir í gælutón:
Heldirðu það gæzkan? O, langtí-
frá. Pjakkur er skal ég segja þér
eldgamall sjódraugur, sem gengið
hefur ljósum logum fyrir austan,
einkum J)ó í ætt Balda karlsins.
Meira að segja bera rn'enn sér í
munn, að draugsi hafi kálað sum-