Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 58

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 58
122 EIMREIÐIN sömu slóðum, og þá kannski eitt- livað kunnug fyrrum? Garibaldi, í fáti: Nei, nei, við þekkjumst ekkert, þótt við séum upprunnin í sömu sveit. Hún er svo miklu yngri, bara barn, þegar ég flutti á annað landshorn full- orðinn maður, en ég þekkti fólkið h'ennar. Kunninginn: Eigum við að vita, hvort hún er í setustoíunni núna? Garibaldi: (Sem vill dylja hugar- ástand sitt, kvíða og tilhlökkun). Æ-i, ég veit varla. Er ekki mikið af manninum, í jjessari setustofu ykkar? Kunninginn: Margt um mann- inn, áttu við? O, ekki er það nú alltaf, en sjaldan þó mannlaust um daga. í bjartri og vistlegri dagstofunni sátu fjórir menn við spil, tveir léku að tafli og nokkrar konur fengust við hina og þessa handavinnu. Frá stóru útvarpstæki hljómaði tánlist, lág og tregafull þjóðlagasyrpa. Engir viðstaddra virtust hlusta á músíkina, utan ein kona, sem sat skammt frá tækinu, með lokuð augu og hendur í skauti. Hár henn- ar var hvítt sem rnjöll og stakk nokkuð í stúf við húðdökkt og ör- um sett, slappt og hvapkennt and- litið, sem nú bar fá merki fyrra útlits. Það var Sólbjört. Garibaldi og kunningi hans staðnæmdust hjá þeim, er að skák- inni sátu og virtu fyrir sér tafl- stöðuna urn stund. Það er að segja kunninginn, Garibalda varð tíð- litnara til konunnar, er sat ein sér og hlýddi á útvarpið af mikilli at- liygli, að Jjví sem sjá mátti. Eitt sinn hafði honum fundizt, að minning og öll verund þessarar konu væri svo djúpt brennd í hug- skot sitt, að aldrei gæti gleymzt, en Jrvert um hug sinn og ætlan fannst honurn nú, að einnig þá mýnd hefði rnóska tímans deyít og máð í lit og línum. Þá var sem hin einmana kona fyndi á sér, að nýir menn h'efðu bætzt í hópinn, Jrví að skyndilega lauk hún upp augum og leit í átt til þeirra Garibalda. Og hvílík sjón. Hinn fyrri móbrúni brámáni, logandi af æskufjöri og ferskleika, sem í eina tíð hafði gert hann frá sér numinn, logaði hvorki né leiftr- aði framar. Nú mætti hann brostnu, blindu auga, með rauða og Jrrútna hvarma og sömuleiðis öðru sjáandi, döpru og svipbrigða- lausu. Honum varð felmt við Jjá sjón og hjarta hans skalf, líkt og hrímað strá í vorkuldum. Eins og í illum draumi, fann hann til magnleysis gagnvart Jressu lífvana, starandi auga, s'em honum fannst beint að sér, á fjandsamlegan og ógnandi hátt. Allt þetta olli svo snöggum veðrabrigðum í geði hans, að þau urðu honum ofurefli. Hann flýði af hólmi, án orða. Hér var alls staðar fólk, alltof margt fólk, eng- inn mátti sjá uppá skipbrot vona

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.